Aldrei fleiri smit á einum degi og hertar aðgerðir á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 22:16 Sjúkraliði kannar líðan sjúklings sem talið er að sé smitaður af covid-19 fyrir utan bráðamóttöku Cotugno-sjúkrahússins í Napólí. Svo mikið álag er á sjúkrahúsum í borginni að sinna þarf sjúklingum í bílum þeirra. Vísir/Getty Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17