Aldrei fleiri smit á einum degi og hertar aðgerðir á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 22:16 Sjúkraliði kannar líðan sjúklings sem talið er að sé smitaður af covid-19 fyrir utan bráðamóttöku Cotugno-sjúkrahússins í Napólí. Svo mikið álag er á sjúkrahúsum í borginni að sinna þarf sjúklingum í bílum þeirra. Vísir/Getty Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Ítölsk stjórnvöld hafa sett fleiri héruð á lista yfir áhættusvæði eftir að met var slegið yfir fjölda smitaðra í dag. Ströngustu sóttvarnareglum landsins hefur nú verið komið á í Toscana- og Campania-héruðum. Tilkynnt var um 40.902 ný kórónuveirusmit á Ítalíu í dag og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst síðasta vetur. Það var fjölgun um þrjú þúsund manns á milli daga. Heilbrigðisráðuneytið sagði einnig að 550 manns hefðu látið lífið síðasta sólarhringinn en dauðsföllin voru 636 á fimmtudag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í upphafi en tókst smám saman að ná stjórn á honum með ströngum sóttvarnareglum. Í vikunni fór heildafjöldi smitaðra í faraldrinum yfir milljón manns. Rúmlega 44.000 manns hafa látið lífið í landinu. Önnur bylgja faraldursins er nú í algleymingi á Ítalíu og víðar í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld byrjuðu að leggja aftur á strangari sóttvarnareglur í síðustu viku til að freista þess að snúa taflinu við. Héruðum er nú skipt upp í þrjú litakóðuð svæði; rautt, appelsínugult og gult, eftir áhættu. Nú líkt og í upphafi faraldursins er ástandið verst í Langbarðalandi á norðanverðri Ítalíu. Þar greindust 10.634 manns smitaðir í dag. Bolzano, Piedmont og Aosta-dalurinn í norðri og Calabría-hérað í suðri eru skilgreind rauð svæði. Þar mega íbúar aðeins yfirgefa heimili sín til að fara til vinnu, sækja sér heilbrigðisþjónustu, gera nauðsynleg innkaup eða í neyðartilfellum. Öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar hefur verið lokað. Barir og veitingastaðir eru lokaðir en fólk má stunda líkamsrækt nærri heimilum sínum og þá mega hárgreiðslustofur vera opnar. Kona bíður eftir að komast í sýnatöku á skimunarstað í Genóa á norðanverðri Ítalíu.Vísir/EPA Þurfa að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum Staðan fer nú einnig versandi í Campania-héraði sem stórborgin Napólí tilheyrir. Þar segir breska ríkisútvarpið BBC að yfirvöld vari við því að heilbrigðiskerfið gæti kiknað undan álaginu. Campania og Toscana voru skilgreind sem rauð svæði í dag. „Ástandið í Campania er stjórnlaust. Við þurfum takmarkanir strax, fólk er að deyja,“ sagði Luigi Di Maio, utanríkisráðherra í dag. Svo alvarlegt er ástandið á heilbrigðisstofunum í Napólí að starfslið hefur þurft að gefa sjúklingum súrefni í bílum sínum því bráðadeildir eru yfirfullar. Í vikunni vakti myndband af öldruðum sjúklingi sem er talinn hafa verið smitaður af veirunni látnum á salerni bráðamóttöku Cardarelli-sjúkrahússins í Napólí hneykslan á Ítalíu. Barnabarn mannsins sakaði starfsfólk um vanrækslu. „Það eru nánast engin rúm eftir lengur,“ segir Rodolfo Punzi frá Cotugno-sjúkrahúsinu í Napólí.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Útgöngubann að nóttu tekur gildi á Ítalíu á morgun Fólki alls staðar á Ítalíu verður meinað að yfirgefa heimili sín milli klukkan 22 á kvöldin og til klukkan fimm á morgnana næstu vikurnar. 4. nóvember 2020 10:17