Hugleiðingar formanns á Alþjóðadegi sykursýki Leifur Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2020 07:00 14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
14. nóvember er alþjóðadagur sykursýki. Sykursýki er í dag gjarnan skipt upp í týpu 1 og 2. Til eru nokkrar aðrar tegundir af sykursýki en týpa 2 er algengust um allan heim. Einkenni allra tegunda sykursýki eru hækkun á blóðsykursgildum ef meðferð er ekki hafin, orsakir eru ólíkar eftir týpum og jafnvel óþekktar enn þann dag í dag. Á hverju ári greinast u.þ.b. 20 börn og ungmenni á Íslandi með sykursýki af týpu 1 (hér eftir t1). Það að greinast með sykursýki t1 þýðir undantekningarlaust að viðkomandi verður á insúlínmeðferð það sem eftir er ævinnar. Þrátt fyrir þessa stóru áskorun eru þessir aðilar í flestum tilvikum alls ekkert veikir, síður en svo. T1 einstaklingar hugsa upp til hópa betur um heilsuna en margir aðrir og í sjálfu sér er ekkert sem fólk með sykursýki getur ekki gert og sinnt. Nú sinnir undirritaður formennsku í Dropanum - styrktarfélagi barna með sykursýki og hefur gert í sjálfboðavinnu í nokkur ár. Félagið er hvorki stórt né fjársterkt félag en sinnir engu að síður tveimur gríðarlega mikilvægum hlutverkum; að skapa tengslanet foreldra t1 barna um allt land og fjármagna sumarbúðir fyrir börn og unglinga með sykursýki. Foreldrar senda börnin sín í sumarbúðir af mörgum ástæðum, en sumarbúðir Dropans hafa eitt megin markmið sem engar aðrar sumarbúðir á Íslandi hafa; að efla sjálfstæði og öryggi í meðhöndlun á sjúkdómi. Það er nefnilega hörku vinna að meðhöndla sykursýki og meðhöndlunin fer að lang stærstum hluta fram heima og í skóla án afskipta heilbrigðisstarfsfólks. Taka þarf ákvarðanir um skammtastærðir af insúlíni í samræmi við kolvetni á matardisknum og enginn matardiskur er staðlaður. Þó svo að afleiðingar þess að sinna þessu verkefni illa geti haft alvarlegar fylgikvilla og að þau séu alfarið háð sjúkratryggingakerfinu og niðurgreiðslu lyfja, er mikilvægt fyrir sjálfsmynd barna og unglinga með t1 að líta ekki á sig sem sjúklinga. Á mismunandi miðlum birtast upplýsingar um slæmar afleiðingar sykursýki, hvort heldur sem er týpu 1 eða 2 og neikvæðar hliðar sjúkdómsins dregnar fram. Sykursýki er alvarleg en eins og nefnt var hér á undan getur góð blóðsykurstjórnun komið í veg fyrir fylgikvilla. Í tilefni dagsins er fólk hvatt til að láta athuga blóðsykurinn og skima þá helst fyrir t2. Mér þykir mikilvægt að nýta tækifærið á þessum degi til að gefa öllum þeim sem sinna meðhöndlun hvort sem það er sykursýki týpa 1 eða 2 hrós fyrir vel unnin störf. Nú hefur ekki viðrað vel til fjáröflunar síðastliðna mánuði og því setti Dropinn af stað símasöfnun til að safna fjármagni fyrir sumarbúðunum okkar. Bið ég alla sem fá símtal frá okkur að taka vel á móti og tryggja þar með að við getum áfram boðið börnum í sumarbúðir og veitt foreldrum stuðning, óháð fjárhag og búsetu. Höfundur er formaður Dropans - styrktarfélags barna með sykursýki tónlistarmaður og foreldri drengs með t1.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun