Pólitísk ábyrgð og biðlistar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:17 Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Alma Möller, landlæknir lýsti þeirri skoðun sinni í dag að kórónuveirufaraldurinn hafi dregið fram veikleika heilbrigðiskerfisins. Kerfið er lítið og mönnun er ekki nægjanleg til að veita almennilega grunnþjónustu, auk viðvarandi plássleysis. Landlæknir tjáði þá skoðun sína að kerfið þurfi að vera betur í stakk búið og skoða þurfi aðkomu sjálfstætt starfandi eininga til að koma til móts við þarfir sjúklinga og til að takast á við afkastagetu og biðlistavandann. Þetta fannst mér hressandi skilaboð í morgunsárið enda hefur þingflokkur Viðreisnar lengi kallað eftir þroskaðri umræðu um heilbrigðismálin almennt. Sem er ekki föst í skotgröfum eða pólitískum kreddum. Heldur knúin áfram af raunveruleikanum. Og þörfum sjúklinga, ekki þörfum kerfisins. Hífum umræðuna upp á betra plan Þó svo að sérfræðiþekkingin hér sé góð og við eigum frábærlega menntað heilbrigðisstarfsfólk sem á allar þakkir skildar fyrir sitt framlag er þörfin á umbótum brýn. Það jákvæða er að pólitískur samhljómur er til staðar svo efla megi heilbrigðiskerfið. Það voru kannski skýrustu skilaboðin sem voru gefin í síðustu kosningum en síðan eru áhöld um það hvort ríkisstjórnin hafi móttekið skilaboðin. Við verðum að greiða úr þeim flækjum sem hér hafa myndast vegna þeirra endalausu plástra sem settir hafa verið á vandann og horfa til langframa. Þingflokkur Viðreisnar hefur langt fram fjölda fyrirspurna, ályktana og frumvarpa með það að markmiði að leysa flækjurnar. Við höfum leyft okkur að kalla allar hendur á dekk til að leysa þjáningar fólks sem hefur mánuðum og jafnvel árum saman verið á biðlista, eins og eftir liðskiptaaðgerðum. Allar þessar tillögur okkar hafa verið felldar eða svæfðar. Reyndar náðum við þverpólitískri samstöðu um aðgengi að sálfræðiþjónustu og klínískri samtalsmeðferð. En fjármögnun þess er nú í uppnámi. Það tengist því að við erum í minnihluta og því að enn er þess konar pólitík ríkjandi á stjórnarheimilinu; að það skipti máli hvaðan góðar tillögur koma. Leysa þarf biðlistavandann strax Talandi um pólitík þá er þögn Sjálfstæðismanna um möguleika á því að nýta í auknum mæli sjálfstætt starfandi úrræði í bland við þau opinberu, ærandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun kvittað undir forræðishyggju heilbrigðisráðherra þegar kemur að rekstri heilbrigðiskerfisins. Samningar hafa ekki verið gerðir við sjálfstætt starfandi lækna í rúm tvö ár, enn eru samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu samningslaus(sem reka flest hjúkrunarheimilin) og það sama gildir um sjúkraþjálfara. Við þetta bætist svo óvissan um fjármögnun sálfræðifrumvarpsins. Og enn finnst ríkisstjórninni það vera réttlætanleg ráðstöfun opinbers fjár að senda almenning í liðskiptiaðgerðir til Svíþjóðar í stað þess að gera samninga við sjálfstætt starfandi aðila hér á landi. Það er óskandi að orð landlæknis í dag um nauðsyn þess að líta til eininga utan opinbera kerfisins til að mæta þeim biðlistavanda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum verði til þess að opna augun á stjórnarheimilinu. Því hin pólitíska ábyrgð liggur þar. Og þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir allir hafi ítrekað fellt tillögur Viðreisnar á kjörtímabilinu til að leysa biðlistavandann þá er ekki of seint fyrir stjórnarheimilið að gera rétt. Það er stefna Viðreisnar að við verðum að nýta alla þá krafta sem við getum til að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Þarfir notenda, gott starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna og eftirlit með þjónustunni á að fara saman. Fjölbreytt rekstrarform í þágu almennings getur stytt biðlista og bætt þjónustu fyrir skattgreiðendur. Biðlistavandinn verður ekki leystur með pólitískri andstöðu gagnvart sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki, því við erum jú öll í þessu saman. Með fókusinn á fólkið okkar, líðan og heilbrigði. Setjum þarfir sjúklinga í forgang, málið þolir ekki frekari bið - hvað þá meira af biðlistum. Höfundur er formaður Viðreisnar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun