Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 15:34 Afar fá próf verða þreytt á staðnum í ár, samanborið við fyrri ár. Vísir/Vilhelm „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira