Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira