Íslenski boltinn

Fóru yfir magnaða frammi­stöðu Ís­lands­meistara Breiða­bliks í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar fagna sigurmarki sínu á Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistaratitillinn var svo gott sem tryggður.
Blikar fagna sigurmarki sínu á Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistaratitillinn var svo gott sem tryggður. Vísir/Hulda Margrét

Í uppgjörsþætti Pepsi Max markanna var farið yfir magnað tímabil Breiðabliks sem bar höfuð og herðar yfir önnur lið í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Ásamt Helenu Ólafsdóttur, þáttastjórnanda, voru þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir að þessu sinni.

„Miðað við vonbrigða tímabilið sem þær áttu í fyrra, það er náttúrulega fáránlegt að tapa ekki leik,“ sagði Helena áður en gripið var fram í fyrir henni, „og vinna ekki mótið.“

Eftir að hafa farið taplausar í gegnum síðasta sumar þá enduðu Breiðablik í 2. sæti þar sem þær unnu 15 leiki og gerðu þrjú jafntefli á meðan Valur vann 16 leiki og gerði aðeins tvö jafntefli.

Í sumar léku Blikar aðeins 15 leiki áður en Íslandsmótinu var hætt, unnu þær 14 og töpuðu einum. Valur hins vegar tapað tvívegis fyrir Blikum, gerðu eitt jafntefli og unnu 13 af þeim 16 leikjum sem þær léku.

„Maður fann það þegar við vorum á Valsvellinum og töluðum við Öglu Maríu [Albertsdóttur, leikmann Breiðabliks] þá fann maður að þær ætluðu ekkert að lenda í þessu aftur,“ sagði Helena um það hversu ákveðnar Blikastúlkur voru að landa titlinum í ár.

„Held að tímabilið í fyrra hafi gefið þeim blóð á tennurnar en svo koma líka áherslubreytingar eins og með að fá Sveindísi [Jane Jónsdóttur] inn sem sló í gegn og smellpassaði inn í liðið. Það komu aðrir vinklar inn í þeirra sóknarleik sem færði þeir skrefi ofar heldur en Val,“ bætti Bára Kristbjörg við.

Hér að neðan má sjá umræðu Pepsi Max Markanna um frammistöðu Breiðabliks í sumar, þau áhrif sem Sveindís hafði á liðið, frammistöðu Öglu Maríu, góða breidd liðsins, hvernig allir leikmenn liðsins nýttu þau tækifæri sem þau fengu og svo margt fleira.

Klippa: Fóru yfir magnaða frammi­stöðu Ís­lands­meistara Breiða­bliks í sumar

Tengdar fréttir

„Þá yrðum við að senda Val og Breiðablik úr landi“

„Mér finnst þessi umræða alveg eiga rétt á sér, en ég held að þá yrðum við bara að senda Val og Breiðablik úr landi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um möguleikann á að fjölga liðum í Pepsi Max deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×