Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 16:01 Úr leik dagsins. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Chelsea og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli á Brúnni í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Stig gerir lítið fyrir bæði lið. Kai Havertz hélt hann hefði komið Skyttunum yfir eftir rúmlega hálftímaleik en mark Þjóðverjans gegn sínum gömlu félögum var dæmt af vegna rangstöðu. Staðan því markalaus í hálfleik. Kai Havertz hélt hann hefði komið Arsenal yfir.EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Þegar klukkustund var liðin kom Brasilíumaðurinn Gabriel Martinelli gestunum yfir með skoti úr þröngu færi eftir að Martin Ödegaard átti fína sendingu á fjær. Það má setja spurningamerki við Robert Sánchez í marki Chelsea en skot Martinelli úr afskaplega þröngu færi. Tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamenn. Pedro Neto lagði boltann á Enzo Fernandez sem gaf til baka á Neto sem lét vaða fyrir utan teig í hornið niðri hægra megin og átti David Raya engin svör í marki Arsenal. Neto fagnaði sínu fyrsta deildarmarki fyrir Chelsea vel og innilega.EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Staðan 1-1 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark og niðurstaðan því jafntefli sem gerir gríðarlega lítið fyrir bæði lið. Eftir 11 umferðir eru bæði lið með 19 stig ásamt Nottingham Forest og Brighton & Hove Albion í 3. til 6. sæti deildarinnar. Manchester City er í 2. sæti með 23 stig á meðan Liverpool trónir á toppnum með 28 stig. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli á Brúnni í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Stig gerir lítið fyrir bæði lið. Kai Havertz hélt hann hefði komið Skyttunum yfir eftir rúmlega hálftímaleik en mark Þjóðverjans gegn sínum gömlu félögum var dæmt af vegna rangstöðu. Staðan því markalaus í hálfleik. Kai Havertz hélt hann hefði komið Arsenal yfir.EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Þegar klukkustund var liðin kom Brasilíumaðurinn Gabriel Martinelli gestunum yfir með skoti úr þröngu færi eftir að Martin Ödegaard átti fína sendingu á fjær. Það má setja spurningamerki við Robert Sánchez í marki Chelsea en skot Martinelli úr afskaplega þröngu færi. Tíu mínútum síðar jöfnuðu heimamenn. Pedro Neto lagði boltann á Enzo Fernandez sem gaf til baka á Neto sem lét vaða fyrir utan teig í hornið niðri hægra megin og átti David Raya engin svör í marki Arsenal. Neto fagnaði sínu fyrsta deildarmarki fyrir Chelsea vel og innilega.EPA-EFE/DANIEL HAMBURY Staðan 1-1 þegar tuttugu mínútur lifðu leiks en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark og niðurstaðan því jafntefli sem gerir gríðarlega lítið fyrir bæði lið. Eftir 11 umferðir eru bæði lið með 19 stig ásamt Nottingham Forest og Brighton & Hove Albion í 3. til 6. sæti deildarinnar. Manchester City er í 2. sæti með 23 stig á meðan Liverpool trónir á toppnum með 28 stig.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti