„Menn hljóta að sjá hversu alvarlegt ástand þetta er“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. nóvember 2020 18:08 Brynjar Níelsson og Ólafur Þór Guðmundsson ræddu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Vísir/Vilhelm Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og þingmaður Vinstri grænna, telur að fyrsta markmið stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum eigi að vera að vernda líf og heilsu fólks. Hann tekur þó undir sjónarmið Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem segir að stjórnvöld verði að líta á heildarsamhengið við ákvarðanatöku í tengslum við sóttvarnaaðgerðir hér á landi. Brynjar og Ólafur voru til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem þeir ræddu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Í gær birti Brynjar skoðanagrein á Vísi, þar sem hann kvaðst hættur „meðvirkni“ með slíkum aðgerðum. Brynjar hefur meðal annars sagt að hann telji að faraldur kórónuveirunnar sé ekki slíkt neyðarástand sem „réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum.“ Ólafur svarar því til að á Landspítalanum við Hringbraut séu á milli 70 og 80 rúm á bráðalyflækningadeild. Á dögunum hafi 78 sjúklingar legið þar inni vegna Covid-19. „Ef menn halda að einhverjir þessara sjúklinga hafi legið þarna vegna þess að þeir þurftu þess ekki, þá held ég að menn ættu aðeins að hugsa það upp á nýtt. Menn hljóta að sjá hversu alvarlegt ástand þetta er, enda var spítalinn settur á neyðarstig,“ segir Ólafur. Hann segir heilbrigðiskerfið hér á landi, meðal annars vegna smæðar, ekki bjóða upp á mikið svigrúm til þess að takast á við stórkostleg vandræði. „Tökum til að mynda stað eins og Akureyri, þar sem eru þrjú rúm á almennri gjörgæslu og eitt í einangrun þar fyrir utan. Þessi spítali hefur svigrúm til þess að vera með, þegar allt er í fínum gangi, einhverja fjóra, í mesta lagi fimm, sex sjúklinga á gjörgæslu. Menn sjá það alveg fyrir sér hvað getur gerst ef öll þau rúm eru tekin upp af sjúklingum sem eru með Covid, þá er lítið pláss fyrir alla hina,“ segir Ólafur. Ekki sannfærður um áhrif aðgerða Brynjar segir að tilgangur skrifa hans hafi verið að skapa umræðu um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. „Af því að menn eru að tala um þetta oft, svona eins og mér finnst Ólafur vera að gera að hluta til, það á einhvern veginn að kæfa þessa umræðu með því að segja hvað gæti gerst. Þessi veira gengur greinilega í einhverjum bylgjum og það hefur enginn náð að sannfæra mig um að þessar aðgerðir hafi einhverju breytt í því,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að hann telji engin rök hafa verið færð fyrir því að það séu aðgerðirnar sjálfar sem skili því að daglegum smitum fari fækkandi. „Tilgangurinn hjá mér er einfaldlega að segja: „Heyrðu, ég er ekki viss um að við séum á réttri leið.“ Ég held að við eigum að einbeita okkur að því að verja þá sem eru líklegastir til að veikjast eitthvað að ráði, eða jafnvel hættulega, heldur en að fara í svona almennar aðgerðir. Undirbúa þá bara spítalann, það hefði átt að gera strax í vor, og aðrar heilbrigðisstofnanir til þess að taka við fleiri sjúklingum sem gætu þurft á einhverri neyðarþjónustu eða mikilli læknisþjónustu að halda. En það hefur aldrei mátt ræða það einu sinni. Það kemur bara einhver hérna og segir eitthvað og ef við gerum þetta ekki þá muni bara fullt af fólki veikjast og fullt af fólki deyja, en ekkert af þessu hefur kannski akkúrat gerst þannig,“ segir Brynjar. Kerfið of smátt fyrir mikið aukaálag Ólafur segir þá að honum þyki eðlilegt að opin umræða um tillögur sóttvarnalæknis eigi sér stað og að rætt sé af yfirvegun um hvaða aðgerða skuli grípa til. „Það er enginn ágreiningur um það. Í þinginu hafa, á þessum tíma frá því faraldurinn byrjaði, verið einar fjórar eða fimm umræður um þetta mál,“ segir Ólafur og bætir við að vinna að endurskoðun á sóttvarnalögum sé hafin hjá þinginu. Hann segir hins vegar að samhengið á milli sóttvarnaaðgerða og stöðu faraldursins séu ljós. „Við þurfum ekki nema að líta til sumra Norðurlandanna til að sjá hvaða stöðu við hefðum getað lent í, og jafnvel þó við litum til þess að auðvitað muni eitthvað fólk deyja og það sé kannski óhjákvæmileg afleiðing, þá verðum við að horfa til þess að á leiðinni þangað er mjög margt fólk inniliggjandi á bráða- og gjörgæsludeildum spítalanna. Okkar kerfi er bara þannig að stærð að það ræður ekkert við mikið aukaálag og ég held að staðan undanfarna daga hafi einmitt sýnt það,“ segir Ólafur. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við þá Brynjar og Ólaf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og þingmaður Vinstri grænna, telur að fyrsta markmið stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum eigi að vera að vernda líf og heilsu fólks. Hann tekur þó undir sjónarmið Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem segir að stjórnvöld verði að líta á heildarsamhengið við ákvarðanatöku í tengslum við sóttvarnaaðgerðir hér á landi. Brynjar og Ólafur voru til viðtals í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem þeir ræddu sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Í gær birti Brynjar skoðanagrein á Vísi, þar sem hann kvaðst hættur „meðvirkni“ með slíkum aðgerðum. Brynjar hefur meðal annars sagt að hann telji að faraldur kórónuveirunnar sé ekki slíkt neyðarástand sem „réttlæti að setja blóðtappa í þjóðarlíkamann með svona almennum og íþyngjandi takmörkunum.“ Ólafur svarar því til að á Landspítalanum við Hringbraut séu á milli 70 og 80 rúm á bráðalyflækningadeild. Á dögunum hafi 78 sjúklingar legið þar inni vegna Covid-19. „Ef menn halda að einhverjir þessara sjúklinga hafi legið þarna vegna þess að þeir þurftu þess ekki, þá held ég að menn ættu aðeins að hugsa það upp á nýtt. Menn hljóta að sjá hversu alvarlegt ástand þetta er, enda var spítalinn settur á neyðarstig,“ segir Ólafur. Hann segir heilbrigðiskerfið hér á landi, meðal annars vegna smæðar, ekki bjóða upp á mikið svigrúm til þess að takast á við stórkostleg vandræði. „Tökum til að mynda stað eins og Akureyri, þar sem eru þrjú rúm á almennri gjörgæslu og eitt í einangrun þar fyrir utan. Þessi spítali hefur svigrúm til þess að vera með, þegar allt er í fínum gangi, einhverja fjóra, í mesta lagi fimm, sex sjúklinga á gjörgæslu. Menn sjá það alveg fyrir sér hvað getur gerst ef öll þau rúm eru tekin upp af sjúklingum sem eru með Covid, þá er lítið pláss fyrir alla hina,“ segir Ólafur. Ekki sannfærður um áhrif aðgerða Brynjar segir að tilgangur skrifa hans hafi verið að skapa umræðu um sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. „Af því að menn eru að tala um þetta oft, svona eins og mér finnst Ólafur vera að gera að hluta til, það á einhvern veginn að kæfa þessa umræðu með því að segja hvað gæti gerst. Þessi veira gengur greinilega í einhverjum bylgjum og það hefur enginn náð að sannfæra mig um að þessar aðgerðir hafi einhverju breytt í því,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að hann telji engin rök hafa verið færð fyrir því að það séu aðgerðirnar sjálfar sem skili því að daglegum smitum fari fækkandi. „Tilgangurinn hjá mér er einfaldlega að segja: „Heyrðu, ég er ekki viss um að við séum á réttri leið.“ Ég held að við eigum að einbeita okkur að því að verja þá sem eru líklegastir til að veikjast eitthvað að ráði, eða jafnvel hættulega, heldur en að fara í svona almennar aðgerðir. Undirbúa þá bara spítalann, það hefði átt að gera strax í vor, og aðrar heilbrigðisstofnanir til þess að taka við fleiri sjúklingum sem gætu þurft á einhverri neyðarþjónustu eða mikilli læknisþjónustu að halda. En það hefur aldrei mátt ræða það einu sinni. Það kemur bara einhver hérna og segir eitthvað og ef við gerum þetta ekki þá muni bara fullt af fólki veikjast og fullt af fólki deyja, en ekkert af þessu hefur kannski akkúrat gerst þannig,“ segir Brynjar. Kerfið of smátt fyrir mikið aukaálag Ólafur segir þá að honum þyki eðlilegt að opin umræða um tillögur sóttvarnalæknis eigi sér stað og að rætt sé af yfirvegun um hvaða aðgerða skuli grípa til. „Það er enginn ágreiningur um það. Í þinginu hafa, á þessum tíma frá því faraldurinn byrjaði, verið einar fjórar eða fimm umræður um þetta mál,“ segir Ólafur og bætir við að vinna að endurskoðun á sóttvarnalögum sé hafin hjá þinginu. Hann segir hins vegar að samhengið á milli sóttvarnaaðgerða og stöðu faraldursins séu ljós. „Við þurfum ekki nema að líta til sumra Norðurlandanna til að sjá hvaða stöðu við hefðum getað lent í, og jafnvel þó við litum til þess að auðvitað muni eitthvað fólk deyja og það sé kannski óhjákvæmileg afleiðing, þá verðum við að horfa til þess að á leiðinni þangað er mjög margt fólk inniliggjandi á bráða- og gjörgæsludeildum spítalanna. Okkar kerfi er bara þannig að stærð að það ræður ekkert við mikið aukaálag og ég held að staðan undanfarna daga hafi einmitt sýnt það,“ segir Ólafur. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við þá Brynjar og Ólaf má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira