Af alræði og inngripum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 10. nóvember 2020 11:45 Eftir því sem erfitt ástand ílengist getur tvennt gerst; annars vegar að hið erfiða ástand verður normið og hins vegar að óþol fólks gagnvart því aukist úr hófi fram. Mannskepnan býr yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni eins og sést í alls kyns átökum og stríðum, náttúruhamförum og öðrum hamförum. Eitt sinn las ég bók sem geymdi frásagnir íbúa Lundúna úr síðari heimsstyrjöldinni. Lýsingar þeirra á því hvernig loftárásir Þjóðverja vöndust svo að þau tóku vart eftir þeim lengur eru magnaðar. Hins vegar eigum við líka ótal dæmi um það að samhent átak fjarar út eftir því sem tíminn líður. Heimsbyggðin öll glímir nú við smitsjúkdóm. Á örfáum mánuðum breiddist hann um Jörðina alla og í öllum löndum hefur þurft að grípa til alls kyns aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. Samkomubönn, fjöldatakmarkanir, grímuskylda, ýmissi þjónustu lokað, heimsóknir bannaðar til viðkvæmra hópa og svo framvegis og svo framvegis. Eins og vera ber hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu, annað væri nú með slíkt inngrip í daglegt líf. Á Íslandi höfum við sem betur fer borið gæfu til að sjá sameiginlega markmiðið, þó vissulega sé aðeins deilt um leiðina þangað. Mér virðist sem bæði viðbrögðin sem ég lýsti hér í upphafi eigi við um okkur Íslendinga. Fyrir sumum eru takmarkanirnar orðnar fullkomlega eðlilegt ástand. Við göngum út úr húsi og finnst við nakin ef við vitum ekki af grímunni í vasanum eða á andlitinu. Okkur dettur ekki í hug að heilsast með handbandi eða faðmlagi og við erum öll orðin sjóuð í þeim dansi sem það er að mæta fólki í heimsfaraldri – stígum til hliðar, stundum aðeins á ská og jafnvel aftur á bak – allt til að halda hæfilegri fjarlægð. Flest getur orðið að normi. Við bíðum fyrir utan búðir, nöldrum kannski aðeins en bíðum samt, og veltum fyrir okkur hvort við náum að fara í jólaklippinguna ef allt gengur vel. Óþolið eykst líka. Eftir því sem fleiri verða fyrir efnahagslegum áhrifum af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldursins er eðlilegt að fleiri velti nauðsyn þeirra fyrir sér. Markmið allra er að samfélagið fúnkeri sem best til lengri tíma, en fólk deilir um leiðirnar. Og eftir því sem erfiða ástandið ílengist ber meira á því að fólk sé búið að fá nóg. Hugsi, fjandinn fjarri mér þetta er ekki hægt, við þurfum að komast út úr þessu skrýtna normi og aftur í normið sem við þekktum fyrir. Æ fleiri hafa nú stigið fram og kallað eftir því að hömlum verði aflétt. Ég er þeirrar skoðunar að umræða um slíkt sé góð. Ég hef hins vegar þá skoðun að þau sem tali um hömlur sem alræði og telja inngrip ríkisins í einkalíf fólks núna, séu ekki mjög fróð um söguna. Ekki þarf að fletta lengi í gegnum sögubækur til að sjá raunveruleg dæmi um alræði stjórnvalda og má ég kasta einu stykki vistarbandi inn í umræðuna til þeirra sem telja Íslandsmet sett í inngripi stjórnvalda? Ég gæti tekið ótal önnur dæmi, en það að vera neyddur til að vera í húsmennsku einhvers staðar, eins og vistarbandið gerði, er of gott dæmi til að sleppa. Þau sem halda að núverandi aðgerðir stjórnvalda séu meiri inngrip í einkalíf okkar en vistarbandið, eru haldin forréttindablindu nútímamannsins. En það er gott að þessi viðhorf séu komin fram. Það þýðir nefnilega ekki að boða opna og lýðræðislega umræðu um allt en bregðast svo illa við þegar hún leiðir í ljós sjónarmið andstæð okkar. Mín skoðun er að fólk sem setur sig hvað harðast á móti hömlum stjórnvalda sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Sé of upptekið af einstaka aðgerðum til að sjá heildarmyndina og hverju þær aðgerðir skila sér. Núverandi bylgja heimsfaraldursins virðist í rénum á Íslandi. Ég hef engan heyrt færa rök fyrir því að betri staða sé ekki vegna þeirra takmarkana og hamla sem settar hafa verið í sóttvarnarskyni. Ef ekki er gripið til aðgerða þá er það náttúrulögmál að bylgjan vaxi. Líkur aukast á atburðum eins og að fá smit í viðkvæman hóp, sem hefur kostað mörg mannslíf síðustu vikur. Pólitíkusar geta ekki rökrætt eða náð málamiðlunum við náttúrulögmál. Við þurfum ekki annað en að horfa til annarra landa, hvar staðan er verri og grípa hefur þurft til harðari aðgerða en hér, til að sjá að svo er. Vonandi halda núverandi hömlur og takmarkanir áfram að virka. Og vonandi höldum við áfram að ræða um ágæti aðgerðanna. Við þurfum að vera undir það búin að grípa aftur til aðgerða þegar næsta bylgja kemur. Þá er gott að hafa lært af reynslunni, geta séð hvaða aðgerðir hafa virkað og hverjar ekki. Því þegar að heimsfaraldri kemur er betra að byggja á reynslu en óskhyggju. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem erfitt ástand ílengist getur tvennt gerst; annars vegar að hið erfiða ástand verður normið og hins vegar að óþol fólks gagnvart því aukist úr hófi fram. Mannskepnan býr yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni eins og sést í alls kyns átökum og stríðum, náttúruhamförum og öðrum hamförum. Eitt sinn las ég bók sem geymdi frásagnir íbúa Lundúna úr síðari heimsstyrjöldinni. Lýsingar þeirra á því hvernig loftárásir Þjóðverja vöndust svo að þau tóku vart eftir þeim lengur eru magnaðar. Hins vegar eigum við líka ótal dæmi um það að samhent átak fjarar út eftir því sem tíminn líður. Heimsbyggðin öll glímir nú við smitsjúkdóm. Á örfáum mánuðum breiddist hann um Jörðina alla og í öllum löndum hefur þurft að grípa til alls kyns aðgerða til að hefta útbreiðslu hans. Samkomubönn, fjöldatakmarkanir, grímuskylda, ýmissi þjónustu lokað, heimsóknir bannaðar til viðkvæmra hópa og svo framvegis og svo framvegis. Eins og vera ber hefur fólk mismunandi skoðanir á þessu, annað væri nú með slíkt inngrip í daglegt líf. Á Íslandi höfum við sem betur fer borið gæfu til að sjá sameiginlega markmiðið, þó vissulega sé aðeins deilt um leiðina þangað. Mér virðist sem bæði viðbrögðin sem ég lýsti hér í upphafi eigi við um okkur Íslendinga. Fyrir sumum eru takmarkanirnar orðnar fullkomlega eðlilegt ástand. Við göngum út úr húsi og finnst við nakin ef við vitum ekki af grímunni í vasanum eða á andlitinu. Okkur dettur ekki í hug að heilsast með handbandi eða faðmlagi og við erum öll orðin sjóuð í þeim dansi sem það er að mæta fólki í heimsfaraldri – stígum til hliðar, stundum aðeins á ská og jafnvel aftur á bak – allt til að halda hæfilegri fjarlægð. Flest getur orðið að normi. Við bíðum fyrir utan búðir, nöldrum kannski aðeins en bíðum samt, og veltum fyrir okkur hvort við náum að fara í jólaklippinguna ef allt gengur vel. Óþolið eykst líka. Eftir því sem fleiri verða fyrir efnahagslegum áhrifum af þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldursins er eðlilegt að fleiri velti nauðsyn þeirra fyrir sér. Markmið allra er að samfélagið fúnkeri sem best til lengri tíma, en fólk deilir um leiðirnar. Og eftir því sem erfiða ástandið ílengist ber meira á því að fólk sé búið að fá nóg. Hugsi, fjandinn fjarri mér þetta er ekki hægt, við þurfum að komast út úr þessu skrýtna normi og aftur í normið sem við þekktum fyrir. Æ fleiri hafa nú stigið fram og kallað eftir því að hömlum verði aflétt. Ég er þeirrar skoðunar að umræða um slíkt sé góð. Ég hef hins vegar þá skoðun að þau sem tali um hömlur sem alræði og telja inngrip ríkisins í einkalíf fólks núna, séu ekki mjög fróð um söguna. Ekki þarf að fletta lengi í gegnum sögubækur til að sjá raunveruleg dæmi um alræði stjórnvalda og má ég kasta einu stykki vistarbandi inn í umræðuna til þeirra sem telja Íslandsmet sett í inngripi stjórnvalda? Ég gæti tekið ótal önnur dæmi, en það að vera neyddur til að vera í húsmennsku einhvers staðar, eins og vistarbandið gerði, er of gott dæmi til að sleppa. Þau sem halda að núverandi aðgerðir stjórnvalda séu meiri inngrip í einkalíf okkar en vistarbandið, eru haldin forréttindablindu nútímamannsins. En það er gott að þessi viðhorf séu komin fram. Það þýðir nefnilega ekki að boða opna og lýðræðislega umræðu um allt en bregðast svo illa við þegar hún leiðir í ljós sjónarmið andstæð okkar. Mín skoðun er að fólk sem setur sig hvað harðast á móti hömlum stjórnvalda sjái ekki skóginn fyrir trjánum. Sé of upptekið af einstaka aðgerðum til að sjá heildarmyndina og hverju þær aðgerðir skila sér. Núverandi bylgja heimsfaraldursins virðist í rénum á Íslandi. Ég hef engan heyrt færa rök fyrir því að betri staða sé ekki vegna þeirra takmarkana og hamla sem settar hafa verið í sóttvarnarskyni. Ef ekki er gripið til aðgerða þá er það náttúrulögmál að bylgjan vaxi. Líkur aukast á atburðum eins og að fá smit í viðkvæman hóp, sem hefur kostað mörg mannslíf síðustu vikur. Pólitíkusar geta ekki rökrætt eða náð málamiðlunum við náttúrulögmál. Við þurfum ekki annað en að horfa til annarra landa, hvar staðan er verri og grípa hefur þurft til harðari aðgerða en hér, til að sjá að svo er. Vonandi halda núverandi hömlur og takmarkanir áfram að virka. Og vonandi höldum við áfram að ræða um ágæti aðgerðanna. Við þurfum að vera undir það búin að grípa aftur til aðgerða þegar næsta bylgja kemur. Þá er gott að hafa lært af reynslunni, geta séð hvaða aðgerðir hafa virkað og hverjar ekki. Því þegar að heimsfaraldri kemur er betra að byggja á reynslu en óskhyggju. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun