Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 22:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson (t.h.) telur viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Samsett/GEtty/Stefán Óli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54
Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59
Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent