Stærsta lýðheilsumálið - allt íþróttastarf undir Sólveig Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að taka utan um börnin okkar og ungmenni á þessum tímum, að veita þeim skjól, áheyrn og stuðning til að koma þeim sem best í gegnum veirutímann er eitt af stóru verkefnum samfélagsins. Á þeirri vegferð eru það grunnkerfin í kringum börnin okkar sem gegna veigamiklu hlutverki, skólinn og skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Það má í raun líkja þessum kerfum við vegasalt, þar sem gæta verður jafnvægis beggja vegna. Vegasaltið virkar ekki ef aðeins er setið öðru megin. Íslendingum hefur á undanförnum árum tekist að byggja upp skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf svo að eftir er tekið, en 90% af grunnskólanemum fara í gegnum skipulagt íþróttastarf. Rannsóknir og greining hafa um árabil sinnt rannsóknum á grunnskólabörnum og kynnt góðan árangur okkar og frábært forvarnarstarf sem íslenska módelið. Íslenska módelið snýr að því að styrkja þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi, starfi sem hefur svo mikla þýðingu fyrir æskuár barnanna okkar, bæði út frá líkamlegum heilbrigðissjónarmiðum en einnig andlegri heilsu, félagslegum þroska og ekki síst árangri í skóla. Brottfall – gerum allt sem við getum til að sporna gegn því Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að nú þegar er byrjað að bera á brottfalli. Vísbendingar eru um að boltinn er farinn að rúlla og það er í okkar höndum að gera allt sem við getum til stoppa hann. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt, um leið og það er stór þáttur í andlegri vellíðan barna. Ef aðstæður í samfélaginu okkar verða til þess að þau heltist úr lestinni í stórum stíl, er voðinn vís og til þess fallinn að valda stórum skaða. Skaða sem mun láta finna fyrir sér seinna á lífsleið þessarar kynslóðar með tilheyrandi sársauka og kostnaði fyrir samfélagið. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er nefnilega svo miklu meira en hreyfing, það heldur utan um börnin, kerfið er til staðar fyrir þau og oft á tíðum tekur það utan um börn sem finna sig ekki annars staðar. Nágrannar í Norðri – börnin í forgangi Þegar litið er til landanna sem við berum okkur helst saman við, Norðurlandanna, hafa þau öll verið að herða á sínum sóttvörnum og sum hver með strangari reglur en við búum við hér á landi. Það er hins vegar yfirlýst markmið þessara nágrannaríkja okkar að halda barna og unglingastarfi í skóla og íþróttum gangandi í lengstu lög. Það er ekkert launungarmál að það voru vonbrigði að þessu skyldi snúið á hvolf í fyrri tilslökun, þegar einungis fullorðna fólkið fékk að stunda sína íþrótt á ný. Við í íþróttahreyfingunni viljum eðlilega sjá allt íþróttastarf komast í gang sem fyrst, en erum líka meðvituð um að við þessi fullorðnu höfum meiri reynslu og þroska til að takast á við það langhlaup sem baráttan við veiruna er. Börn og unglingar eiga að vera í algjörum forgangi á þessum þrúgandi tímum. Áfram við Nú ríður á að við stöndum saman öll sem eitt, róum í sömu átt að sameiginlegu markmiði, komum böndum á veiruna og vinnum samhliða að því að koma börnum og unglingum af stað í skipulagt íþróttastarf. Þegar kemur að næstu endurskoðun á gildandi sóttvarnareglum þann 17. nóvember verða komnar tæpar 6 vikur frá því að skellt var í lás á íþróttastarf barna á Íslandi, í annað sinn á árinu. Sameinumst um að halda utan um börnin okkar og koma þeim aftur í íþróttirnar, það umhverfi sem þeim líður best í. Það á að vera kappsmál okkar allra, foreldra, íþróttafélaganna, skólanna og heilbrigðiskerfisins að ná börnunum aftur í gang í skipulögðu íþróttastarfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun