Pennsylvanía færir Biden sigurinn Hólmfríður Gísladóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. nóvember 2020 16:33 Allt virðist nú benda til þess að Joe Biden verði 46. forseti Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN, AP, Sky News og BBC hafa lýst Biden sigurvegara í ríkinu. Mikill fjöldi póstatkvæða vegna kórónuveirufaraldursins hægði mjög á talningu í Pennsylvaníu. Ekki mátti byrja að vinna þau fyrr en eftir kjördag. Talningunni er ekki formlega lokið en forskot Biden þar er nú talið óyfirstíganlegt fyrir Trump. Biden verður þar með 46. forseti Bandaríkjanna og tekur við embættinu 20. janúar. Hann var áður varaforseti í ríkisstjórn Baracks Obama frá 2009 til 2017 og öldungadeildarþingmaður Delaware þar á undan. Lykillinn að sigri Biden var að hann vann aftur Pennsylvaníu og miðvesturríkin Michigan og Wisconsin, gömul vígi Demókrataflokksins sem Trump vann óvænt árið 2016. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Gríðarlega spennandi lokasprettur Trump var með forskot eftir að atkvæði á kjördag voru talin í Pennsylvaníu en Biden saxaði sífellt á eftir því sem fleiri póstatkvæði voru talin á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Demókratar voru miklu líklegri til þess að greiða atkvæði með pósti en repúblikanar og því hafa póstatkvæðin fallið Biden að langmestu leyti í skaut. Biden tók fyrst fram úr Trump í talningunni eftir að Fíladelfía birti nýjar tölur rétt fyrir klukkan 14.00 að íslenskum tíma í gær. Staða Biden styrktist aðeins eftir því sem nýjar tölur voru birtar. Þegar sól reis vestanhafs í gærmorgun bárust þau tíðindi að Biden hefði skotið Donald Trump ref fyrir rass í Georgíu og náð um þúsund atkvæða forskoti. Hann hefur haldið forskotinu síðan. Associated Press og Fox News höfðu þegar lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir miðlar hafa ekki verið tilbúnir til þess enn sem komið er. Trump saxaði á forskot Biden í Arizona í gær en líklega ekki nægilega til að yfirstíga forskot demókratans. Niðurstöður lágu ekki heldur fyrir í Alaska og Norður-Karólínu en talið var víst að forsetinn myndi fara með sigur af hólmi í þeim ríkjum. Slagurinn stóð því um kjörmennina sem eftir stóðu, 53 talsins. I easily WIN the Presidency of the United States with LEGAL VOTES CAST. The OBSERVERS were not allowed, in any way, shape, or form, to do their job and therefore, votes accepted during this period must be determined to be ILLEGAL VOTES. U.S. Supreme Court should decide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2020 Herská viðbrögð forsetans Trump brást ókvæða við þróun mála og sakaði demókrata um umfangsmikið kosningasvindl í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. Þá kallaði hann ýmist eftir því að talningu yrði haldið áfram eða hætt, allt eftir því hvernig staðan var í hverju ríki. Biden biðlaði til kjósenda um að sýna þolinmæði á fimmtudag. Fjölmiðlar bentu ítrekað á að forsetinn færi einfaldlega með fleipur þegar hann talaði um óheiðarlegar talningar og draugaatkvæði; fulltrúar beggja flokka væru viðstaddir á öllum talningastöðum og repúblikanar sums staðar við stjórnvölin, til dæmis í Georgíu. Menn velta því nú fyrir sér hvort Trump muni játa sig sigraðan og hvort hann muni hringja í Biden til að viðurkenna ósigur eins og venjan hefur verið.
Demókratinn Joe Biden hefur nú tryggt sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir hann sigldi fram úr Donald Trump í talningu í Pennsylvaníu. CNN, AP, Sky News og BBC hafa lýst Biden sigurvegara í ríkinu. Mikill fjöldi póstatkvæða vegna kórónuveirufaraldursins hægði mjög á talningu í Pennsylvaníu. Ekki mátti byrja að vinna þau fyrr en eftir kjördag. Talningunni er ekki formlega lokið en forskot Biden þar er nú talið óyfirstíganlegt fyrir Trump. Biden verður þar með 46. forseti Bandaríkjanna og tekur við embættinu 20. janúar. Hann var áður varaforseti í ríkisstjórn Baracks Obama frá 2009 til 2017 og öldungadeildarþingmaður Delaware þar á undan. Lykillinn að sigri Biden var að hann vann aftur Pennsylvaníu og miðvesturríkin Michigan og Wisconsin, gömul vígi Demókrataflokksins sem Trump vann óvænt árið 2016. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir í Georgíu, Arizona og Nevada en Biden gæti einnig unnið þau ríki. Atkvæði verða talin aftur í Georgíu vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum þar. Gríðarlega spennandi lokasprettur Trump var með forskot eftir að atkvæði á kjördag voru talin í Pennsylvaníu en Biden saxaði sífellt á eftir því sem fleiri póstatkvæði voru talin á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Demókratar voru miklu líklegri til þess að greiða atkvæði með pósti en repúblikanar og því hafa póstatkvæðin fallið Biden að langmestu leyti í skaut. Biden tók fyrst fram úr Trump í talningunni eftir að Fíladelfía birti nýjar tölur rétt fyrir klukkan 14.00 að íslenskum tíma í gær. Staða Biden styrktist aðeins eftir því sem nýjar tölur voru birtar. Þegar sól reis vestanhafs í gærmorgun bárust þau tíðindi að Biden hefði skotið Donald Trump ref fyrir rass í Georgíu og náð um þúsund atkvæða forskoti. Hann hefur haldið forskotinu síðan. Associated Press og Fox News höfðu þegar lýst Biden sigurvegara í Arizona en aðrir miðlar hafa ekki verið tilbúnir til þess enn sem komið er. Trump saxaði á forskot Biden í Arizona í gær en líklega ekki nægilega til að yfirstíga forskot demókratans. Niðurstöður lágu ekki heldur fyrir í Alaska og Norður-Karólínu en talið var víst að forsetinn myndi fara með sigur af hólmi í þeim ríkjum. Slagurinn stóð því um kjörmennina sem eftir stóðu, 53 talsins. I easily WIN the Presidency of the United States with LEGAL VOTES CAST. The OBSERVERS were not allowed, in any way, shape, or form, to do their job and therefore, votes accepted during this period must be determined to be ILLEGAL VOTES. U.S. Supreme Court should decide!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 6, 2020 Herská viðbrögð forsetans Trump brást ókvæða við þróun mála og sakaði demókrata um umfangsmikið kosningasvindl í ræðu sem hann hélt í Hvíta húsinu á fimmtudagskvöld. Þá kallaði hann ýmist eftir því að talningu yrði haldið áfram eða hætt, allt eftir því hvernig staðan var í hverju ríki. Biden biðlaði til kjósenda um að sýna þolinmæði á fimmtudag. Fjölmiðlar bentu ítrekað á að forsetinn færi einfaldlega með fleipur þegar hann talaði um óheiðarlegar talningar og draugaatkvæði; fulltrúar beggja flokka væru viðstaddir á öllum talningastöðum og repúblikanar sums staðar við stjórnvölin, til dæmis í Georgíu. Menn velta því nú fyrir sér hvort Trump muni játa sig sigraðan og hvort hann muni hringja í Biden til að viðurkenna ósigur eins og venjan hefur verið.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Vaktin: Biden siglir fram úr í Georgíu Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 7. nóvember 2020 09:00 Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. 6. nóvember 2020 11:03 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Vaktin: Biden siglir fram úr í Georgíu Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 7. nóvember 2020 09:00
Hvað gera AP og Fox ef Biden tekur Georgíu? Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hefur nú naumt forskot á Donald Trump í Georgíu en aðeins munar nokkur hundruð atkvæðum á frambjóðendunum. Forsetinn má ekki við því að tapa Georgíu og þarf sömuleiðis að tryggja sér kjörmenn Pennsylvaníu til að eiga möguleika á endurkjöri. 6. nóvember 2020 11:03