Kvennahrellir sleppur við gæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 09:10 Frá Landsrétti í Kópavogi þar sem úrskurðurinn var felldur úr gildi á þriðjudag. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira