Kvennahrellir sleppur við gæslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 09:10 Frá Landsrétti í Kópavogi þar sem úrskurðurinn var felldur úr gildi á þriðjudag. Vísir/Hanna Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila. Hann á að baki fimm dóma fyrir ofbeldi og hefur endurtekið verið úrskurðaður í nálgunarbann. Konan tilkynnti ætluð ofbeldisbrot mannsins í nánu sambandi þeirra til lögreglu í október. Hún sagðist mjög hrædd við hann og lýsti honum sem óútreiknanlegum. Með bensínbrúsa í bílnum Nokkru síðar barst lögreglu tilkynning um eld í bíl og á vettvangi var umræddur maður. Í framsæti hans fundust tvær bensínflöskur en hann neitaði að hafa kveikt í bílnum. Þó lá fyrir að hann sendi konunni mynd af alelda bílnum. Við húsleit fann lögregla eftirlíkingu af skammbyssu á heimili mannsins. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Líklegt væri að hann torveldaði rannsókn, héldi brotum áfram eða réðist á annað fólk. Fram kom að frá 2005 hefur lögregla haft afskipti af honum átta sinnum og fimm sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldi. Grunaður um brot gegn konu og barni Þrjár ákærur er varða umferðarlagabrot hans á þessu ári liggja fyrir dómnum. Þá sætir hann einu nálgunarbanni sem stendur gagnvart fyrrverandi maka og barni hennar. Þau mál eru til rannsóknar lögreglu. Manninum hefur áður verið gert að sæta nálgunarbanni gegn þriðju konunni. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglunnar og úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi á þriðjudag og vísaði til þess að ekki lægju fyrir hendi rannsóknarhagsmunir. Auk þess hefði lögregla ekki náð að sýna fram á líkur á því að maðurinn myndi halda brotum sínum áfram eða ráðast gegn öðrum. Gengur maðurinn því laus meðan mál hans eru til rannsóknar lögreglu.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira