Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Sylvía Hall skrifar 1. nóvember 2020 20:13 Michael Gove vonar að þær aðgerðir sem gripið er til núna dugi til að ná tökum á faraldrinum. Getty/Hollie Adams Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. Þó þurfi að meta aðstæður þegar þar að kemur. Gove ræddi hertar aðgerðir í Bretlandi í breska ríkisútvarpinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti í gær að útgöngubann yrði sett á frá og með fimmtudeginum. „Við verðum að ná smitstuðlinum undir einn,“ sagði Gove í dag. Sama hvað tæki við eftir 2. desember væri ljóst að það yrði að vera byggt á staðreyndum. Hann segir spár ríkisstjórnarinnar miða við að útgöngubann dugi til þess að bæta ástandið næstu vikur. Þá ætti að vera mögulegt að fara í tilslakanir fyrir jól. Sérfræðingar fóru yfir þróunina og mögulegar sviðsmyndir á blaðamannafundi í gær. Getty/Alberto Pezzali-Pool Núverandi þróun yrði of mikið fyrir heilbrigðiskerfið Á blaðamannafundi í gær kynnti Boris Johnson þær aðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Sagði hann nauðsynlegt að grípa til harðra aðgerða til þess að koma í veg fyrir „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði sjúklingum á spítölum landsins fara fjölgandi, og það væri ekki einungis eldra fólk. Með þessu áframhaldi þyrfti heilbrigðisstarfsfólk að velja „hverjir fengju að lifa og hverjir myndu deyja“. „Þá er hætta á því að í fyrsta skipti í okkar lífstíð myndi heilbrigðiskerfið ekki vera til staðar fyrir okkur og fjölskyldur okkar,“ sagði forsætisráðherrann. Hann sagði það vera von sína að yfirvöld myndu ná tökum á faraldrinum fyrir desembermánuð. Allt miðaði að því að fjölskyldur gætu verið saman yfir hátíðirnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44 Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 29. október 2020 08:44
Þrýstingur eykst á Johnson að herða aðgerðir 367 andlát voru rakin til Covid-19 í Bretlandi í gær og 23 þúsund manns voru greindir með veiruna. 28. október 2020 06:32
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent