Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 08:57 Brunarústirnar við Bræðraborgarstíg 1. Vísir/vilhelm Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kemur fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Þrjú fórust í brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Málið vakti mikinn óhug og þótti sýna fram á slæman aðbúnað sem erlent verkafólk býr gjarnan við hér á landi. „Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf,“ segir í bókun íbúaráðs. Bent er á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. „Rústirnar vekja einnig slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem þarna búa. Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð,“ segir í bókuninni. Ef eigandi verði ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á hans kostnað, líkt og lög gefi heimild til. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kemur fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Þrjú fórust í brunanum á Bræðraborgarstíg í júní. Málið vakti mikinn óhug og þótti sýna fram á slæman aðbúnað sem erlent verkafólk býr gjarnan við hér á landi. „Í þessum mikla harmleik sáu eða skynjuðu margir íbúar hverfisins ýmislegt sem á eftir að fylgja þeim allt þeirra líf,“ segir í bókun íbúaráðs. Bent er á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. „Rústirnar vekja einnig slæmar minningar og daglegan óhug hjá mörgum sem þarna búa. Mikilvægt er að rústirnar séu fjarlægðar og lóðin hreinsuð nú strax í nóvember fyrir næstu stóru haustlægð,“ segir í bókuninni. Ef eigandi verði ekki strax við tilmælum borgarinnar um að fjarlægja rústirnar er mælst til þess að borgin láti fjarlægja þær strax á hans kostnað, líkt og lög gefi heimild til. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02 Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Skamma og banna Play að blekkja neytendur Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Sjá meira
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. 25. september 2020 15:02
Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. 25. september 2020 12:26