Aðgát skal höfð – Áfallamiðað skólastarf Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifa 25. október 2020 18:21 Greinarhöfundar leyfa sér að fullyrða að öll heimsbyggðin gangi í gengum áfall þessi misserin vegna COVID-19. Að því leyti til erum við öll í sama bátnum. Hins vegar er um ólíkar þjóðir, menningu og einstaklinga að ræða og því nauðsynlegt að skoða hugsanlegar afleiðingar þessa alheimsáfalls í því ljósi. Ein skilgreining á áföllum er að áfall verði þegar ógnandi atburður yfirtekur eðlilega hæfni einstaklingsins til að takast á við aðstæðurnar. Engar tvær manneskjur upplifa áföll á sama hátt og þar spila inn í þættir eins og aldur, saga um önnur áföll, fjölskyldutengsl, stuðningsnet o.s.frv. Skilgreining á áföllum á milli kynslóða, eða menningarlegu áfalli, er þegar tilfinningaleg eða sálfræðileg áföll flytjast á milli kynslóða og einnig eftir gífurleg hópáföll (Brave Heart, 2005). ACE-rannsóknin (Adverse, Childhood Experience Study) er stærsta lýðheilsurannsókn sem gerð hefur verið í heiminum og á íslensku hefur hún verið kölluð rannsókn á erfiðri reynslu í æsku. ACE-spurningalistinn felur í sér tíu spurningar um áföll og erfiða reynslu á fyrstu 18 æviárunum og niðurstöður sýna að áföllin sem spurt er um geta enn þá haft gríðarlega mikil áhrif á fólk fjörutíu til fimmtíu árum eftir að atburðirnir gerðust. Slík upplifun í æsku setur fólk í aukna áhættu að fá vissa líkamlega sjúkdóma og andleg veikindi seinna á ævinni. Einstaklingur með fjögur eða fleiri ACE-stig það er svarar fjórum eða fleiri spurningum af tíu játandi, er í stóraukinni hættu á að misnota vímuefni.(https://www.rotin.is/ace/). Skólastarf á tímum COVID-19. Starfsfólk á öllum skólastigum á Íslandi hefur unnið þrekvirki í að laga skólastarfið að heimsfaraldrinum. Allir leggjast á eitt í þeirri viðleitni að nemendur í leik- og grunnskólum geti átt eins eðlilega skólagöngu og nokkur kostur er, þó að hún riðlist reglulega vegna tímabundinna sóttkvía í einstökum skólum. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til skólanna. Þar kemur fram að leiðarljós grunnskóla á hættustigi vegna COVID-19 sé þríþætt: 1. Réttur allra barna til menntunar. 2. Öryggi og velferð nemenda, kennara og starfsfólks. 3. Samfélagslegt mikilvægi grunnskóla og hlutverk í sóttvörnum. Leiðarljós í leikskóla á hættustigi vegna COVID-19 er á svipuðum nótum miðað við lögbundið hlutverk þeirra og því er fyrsta leiðarljósið eftirfarandi: Réttur allra barna til menntunar og umönnunar. Börnin okkar COVID-19 er þó ekki sú ógn sem helst sem steðjar að börnum á Íslandi heldur ofbeldi. Hér á landi búa fjölmörg börn við heimilisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi á heimilum sínum. Samkvæmt tölum frá Rannsókn og greiningu í skýrslu UNICEF á Íslandi STAÐA BARNA Á ÍSLANDI: Ný tölfræði um þróun ofbeldis gegn börnum á Íslandi hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum á Íslandi (16,4%) orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Þetta eru rúmlega 13.000 börn. Hér er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri talan mun hærri. Auk þess hefur tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fjölgað gríðarlega á þessu ári enda hefur ítrekað verið varað við því að afleiðingar af heimsfaraldi sé aukin hætta á heimilisofbeldi. Þessu samfara er fjöldi kvenna í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi. Áfalla- og kynjamiðuð nálgun Í ljósi ofangreinds er mikilvægt að innleiða áfalla- og kynjamiðaða nálgun á Íslandi. Markmið áfallamiðaðrar nálgunar er að koma í veg fyrir að áföll séu endurvakin og að auka öryggi, val og sjálfstjórn einstaklinga. Kynjuð stefna og framkvæmd miðar að því að tekið sé tillit til líffæra- og lífeðlisfræði og annarra líffræðilegra þátta sem hafa áhrif á einstaklinga. Hún tekur einnig til þess með hvaða hætti félagslegir þættir eins og kynhlutverk- og sambönd, hefðir, kynímynd og stefna er varðar kyn og kyngervi hafa áhrif á þróun vímuefnavanda og meðferð við honum. Aðferðir sem auka jafnrétti og vinna gegn valdamisrétti kynjanna miða að því að rannsaka og breyta neikvæðum staðalímyndum kynjanna. Áfalla- og kynjamiðuð nálgun felur í sér að þau sem veita þjónustu gera sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum áfalla og felur í sér skilning á mögulegum leiðum til bata, ber kennsl á vísbendingar og einkenni áfalla hjá þeim sem nota þjónustuna, fjölskyldum, starfsfólki og öðrum sem koma að þjónustunni og bregðast við með því að samþætta þekkingu á áföllum inn í stefnu, verkferla og framkvæmd. Á þann hátt er markvisst unnið gegn því að endurvekja áföll. (Covington, 2008, Kristín I. Pálsdóttir, 2018.) Áfallamiðað skólastarf Til eru fjölda margar fræðigreinar um áfallamiðað skólastarf (á ensku til dæmis Trauma-Informed Schools/Classrooms, Trauma-Sensitive Schools). Markmið áfallamiðaðs skólastarfs er að koma í veg fyrir að áföll séu endurvakin og að auka öryggi, val og sjálfstjórn nemenda. Það er m.a. gert með því að samþætta þekkingu á áföllum inn í stefnu, verkferla og framkvæmd. Þessi nálgun kemur öllu skólasamfélaginu til góða, nemendum, foreldrum og starfsfólki og felur í sér mikið forvarnarstarf. Áfallamiðað skólastarf miðar að því að skapa heilbrigt umhverfi þar sem börn eru gripin áður þau þróa með sér sálrænan vanda. Eitt af einkennum áfallamiðaðra skóla er að þar ríkir öryggi og gagnsæi og nemendur geta treyst á skýrar samskiptaleiðir og liðveislu í gegnum álagsstundir. Áföll hafa áhrif á námsgetu og hegðun barna og því er mikilvægt að skólarnir búi að verkfærum til að þekkja vandann og faglegri ráðgjöf til að bregðast við. Þannig eru börnin studd og komið í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Hafa skal í huga að viðbrögð drengja og stúlkna við áföllum geta verið afar ólík auk þess sem taka þarf tillit til annarra kynja en þessara tveggja. Aðgát skal höfð í nærveru (ungrar) sálar Samkvæmt 13. gr. grunnskólalaga eiga nemendur rétt á því að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Þetta er ótrúlega mikilvægt á öllum tímum en ekki síst á hættutímum vegna COVID-19. Innleiðing áfallamiðaðrar nálgunar í skólastarfi er liður í þessu auk þess sem sú nálgun felur í sér öfluga forvörn. Í Forvarnarnámskrá Evrópuráðsins (European Prevention Curriculum) er greining á því hvað virkar og hvað virkar ekki í forvarnarstarfi í skólum (https://www.emcdda.europa.eu/system/files/publications/11733/20192546_TDMA19001ENN_PDF.pdf). Meðal þess sem nefnt er að virki má nefna gagnvirkar aðferðir, að námskrá sé fylgt og mjög vel skipulögðum kennslustundum sé stýrt af þjálfuðum kennurum. Það sem ekki virkar samkvæmt þessari greiningu eru til dæmis fyrirlestrar, einn stakur viðburður og hræðsluáróður. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á allsherjar úttekt á kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum um landið allt, ásamt Sólborgu Guðbrandsdóttur fyrirlesara og Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðingi. Lilja segir í viðtali við Fréttablaðið að allt formið sé nú þegar í aðalnámskránni „en það þurfi að fylla betur upp í það þannig að við séum sátt.“ Greinarhöfundar fagna því að ráðist sé í úttekt á kynfræðslu fyrir nemendur og einnig að ekki verði í framhaldinu farið í átaksverkefni. Greinarhöfundar vilja hvetja Lilju menntamálaráðherra til að grípa tækifærið og innleiða áfalla- og kynjamiðaða nálgun í skólum. Dæmin sanna að ónærgætin og ófyrirsjáanleg fræðsla um kynferðismál er nemendum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi gríðarlega erfið og hætta er á að hún endurveki áföll. Gleymum svo ekki að samkvæmt niðurstöðum ACE-rannsóknarinnar eru börn sem verða fyrir áföllum og búa við erfiðleika í æsku í aukinni áhættu á að glíma við ákveðin líkamleg og andleg veikindi seinna á ævinnieins og vímuefnavanda.(https://www.rotin.is/ace/). Höfundar eru í ráði Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar leyfa sér að fullyrða að öll heimsbyggðin gangi í gengum áfall þessi misserin vegna COVID-19. Að því leyti til erum við öll í sama bátnum. Hins vegar er um ólíkar þjóðir, menningu og einstaklinga að ræða og því nauðsynlegt að skoða hugsanlegar afleiðingar þessa alheimsáfalls í því ljósi. Ein skilgreining á áföllum er að áfall verði þegar ógnandi atburður yfirtekur eðlilega hæfni einstaklingsins til að takast á við aðstæðurnar. Engar tvær manneskjur upplifa áföll á sama hátt og þar spila inn í þættir eins og aldur, saga um önnur áföll, fjölskyldutengsl, stuðningsnet o.s.frv. Skilgreining á áföllum á milli kynslóða, eða menningarlegu áfalli, er þegar tilfinningaleg eða sálfræðileg áföll flytjast á milli kynslóða og einnig eftir gífurleg hópáföll (Brave Heart, 2005). ACE-rannsóknin (Adverse, Childhood Experience Study) er stærsta lýðheilsurannsókn sem gerð hefur verið í heiminum og á íslensku hefur hún verið kölluð rannsókn á erfiðri reynslu í æsku. ACE-spurningalistinn felur í sér tíu spurningar um áföll og erfiða reynslu á fyrstu 18 æviárunum og niðurstöður sýna að áföllin sem spurt er um geta enn þá haft gríðarlega mikil áhrif á fólk fjörutíu til fimmtíu árum eftir að atburðirnir gerðust. Slík upplifun í æsku setur fólk í aukna áhættu að fá vissa líkamlega sjúkdóma og andleg veikindi seinna á ævinni. Einstaklingur með fjögur eða fleiri ACE-stig það er svarar fjórum eða fleiri spurningum af tíu játandi, er í stóraukinni hættu á að misnota vímuefni.(https://www.rotin.is/ace/). Skólastarf á tímum COVID-19. Starfsfólk á öllum skólastigum á Íslandi hefur unnið þrekvirki í að laga skólastarfið að heimsfaraldrinum. Allir leggjast á eitt í þeirri viðleitni að nemendur í leik- og grunnskólum geti átt eins eðlilega skólagöngu og nokkur kostur er, þó að hún riðlist reglulega vegna tímabundinna sóttkvía í einstökum skólum. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til skólanna. Þar kemur fram að leiðarljós grunnskóla á hættustigi vegna COVID-19 sé þríþætt: 1. Réttur allra barna til menntunar. 2. Öryggi og velferð nemenda, kennara og starfsfólks. 3. Samfélagslegt mikilvægi grunnskóla og hlutverk í sóttvörnum. Leiðarljós í leikskóla á hættustigi vegna COVID-19 er á svipuðum nótum miðað við lögbundið hlutverk þeirra og því er fyrsta leiðarljósið eftirfarandi: Réttur allra barna til menntunar og umönnunar. Börnin okkar COVID-19 er þó ekki sú ógn sem helst sem steðjar að börnum á Íslandi heldur ofbeldi. Hér á landi búa fjölmörg börn við heimilisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi á heimilum sínum. Samkvæmt tölum frá Rannsókn og greiningu í skýrslu UNICEF á Íslandi STAÐA BARNA Á ÍSLANDI: Ný tölfræði um þróun ofbeldis gegn börnum á Íslandi hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum á Íslandi (16,4%) orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Þetta eru rúmlega 13.000 börn. Hér er ekki meðtalin vanræksla, andlegt ofbeldi, rafrænt ofbeldi eða einelti, en þá væri talan mun hærri. Auk þess hefur tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fjölgað gríðarlega á þessu ári enda hefur ítrekað verið varað við því að afleiðingar af heimsfaraldi sé aukin hætta á heimilisofbeldi. Þessu samfara er fjöldi kvenna í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi. Áfalla- og kynjamiðuð nálgun Í ljósi ofangreinds er mikilvægt að innleiða áfalla- og kynjamiðaða nálgun á Íslandi. Markmið áfallamiðaðrar nálgunar er að koma í veg fyrir að áföll séu endurvakin og að auka öryggi, val og sjálfstjórn einstaklinga. Kynjuð stefna og framkvæmd miðar að því að tekið sé tillit til líffæra- og lífeðlisfræði og annarra líffræðilegra þátta sem hafa áhrif á einstaklinga. Hún tekur einnig til þess með hvaða hætti félagslegir þættir eins og kynhlutverk- og sambönd, hefðir, kynímynd og stefna er varðar kyn og kyngervi hafa áhrif á þróun vímuefnavanda og meðferð við honum. Aðferðir sem auka jafnrétti og vinna gegn valdamisrétti kynjanna miða að því að rannsaka og breyta neikvæðum staðalímyndum kynjanna. Áfalla- og kynjamiðuð nálgun felur í sér að þau sem veita þjónustu gera sér grein fyrir hinum víðtæku áhrifum áfalla og felur í sér skilning á mögulegum leiðum til bata, ber kennsl á vísbendingar og einkenni áfalla hjá þeim sem nota þjónustuna, fjölskyldum, starfsfólki og öðrum sem koma að þjónustunni og bregðast við með því að samþætta þekkingu á áföllum inn í stefnu, verkferla og framkvæmd. Á þann hátt er markvisst unnið gegn því að endurvekja áföll. (Covington, 2008, Kristín I. Pálsdóttir, 2018.) Áfallamiðað skólastarf Til eru fjölda margar fræðigreinar um áfallamiðað skólastarf (á ensku til dæmis Trauma-Informed Schools/Classrooms, Trauma-Sensitive Schools). Markmið áfallamiðaðs skólastarfs er að koma í veg fyrir að áföll séu endurvakin og að auka öryggi, val og sjálfstjórn nemenda. Það er m.a. gert með því að samþætta þekkingu á áföllum inn í stefnu, verkferla og framkvæmd. Þessi nálgun kemur öllu skólasamfélaginu til góða, nemendum, foreldrum og starfsfólki og felur í sér mikið forvarnarstarf. Áfallamiðað skólastarf miðar að því að skapa heilbrigt umhverfi þar sem börn eru gripin áður þau þróa með sér sálrænan vanda. Eitt af einkennum áfallamiðaðra skóla er að þar ríkir öryggi og gagnsæi og nemendur geta treyst á skýrar samskiptaleiðir og liðveislu í gegnum álagsstundir. Áföll hafa áhrif á námsgetu og hegðun barna og því er mikilvægt að skólarnir búi að verkfærum til að þekkja vandann og faglegri ráðgjöf til að bregðast við. Þannig eru börnin studd og komið í veg fyrir að vandinn vindi upp á sig. Hafa skal í huga að viðbrögð drengja og stúlkna við áföllum geta verið afar ólík auk þess sem taka þarf tillit til annarra kynja en þessara tveggja. Aðgát skal höfð í nærveru (ungrar) sálar Samkvæmt 13. gr. grunnskólalaga eiga nemendur rétt á því að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Þetta er ótrúlega mikilvægt á öllum tímum en ekki síst á hættutímum vegna COVID-19. Innleiðing áfallamiðaðrar nálgunar í skólastarfi er liður í þessu auk þess sem sú nálgun felur í sér öfluga forvörn. Í Forvarnarnámskrá Evrópuráðsins (European Prevention Curriculum) er greining á því hvað virkar og hvað virkar ekki í forvarnarstarfi í skólum (https://www.emcdda.europa.eu/system/files/publications/11733/20192546_TDMA19001ENN_PDF.pdf). Meðal þess sem nefnt er að virki má nefna gagnvirkar aðferðir, að námskrá sé fylgt og mjög vel skipulögðum kennslustundum sé stýrt af þjálfuðum kennurum. Það sem ekki virkar samkvæmt þessari greiningu eru til dæmis fyrirlestrar, einn stakur viðburður og hræðsluáróður. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra stefnir á allsherjar úttekt á kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum um landið allt, ásamt Sólborgu Guðbrandsdóttur fyrirlesara og Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðingi. Lilja segir í viðtali við Fréttablaðið að allt formið sé nú þegar í aðalnámskránni „en það þurfi að fylla betur upp í það þannig að við séum sátt.“ Greinarhöfundar fagna því að ráðist sé í úttekt á kynfræðslu fyrir nemendur og einnig að ekki verði í framhaldinu farið í átaksverkefni. Greinarhöfundar vilja hvetja Lilju menntamálaráðherra til að grípa tækifærið og innleiða áfalla- og kynjamiðaða nálgun í skólum. Dæmin sanna að ónærgætin og ófyrirsjáanleg fræðsla um kynferðismál er nemendum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi gríðarlega erfið og hætta er á að hún endurveki áföll. Gleymum svo ekki að samkvæmt niðurstöðum ACE-rannsóknarinnar eru börn sem verða fyrir áföllum og búa við erfiðleika í æsku í aukinni áhættu á að glíma við ákveðin líkamleg og andleg veikindi seinna á ævinnieins og vímuefnavanda.(https://www.rotin.is/ace/). Höfundar eru í ráði Rótarinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun