Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2020 18:53 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti. Frá þessu greindi Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í viðtali í kvöldfréttum RÚV. Sjúklingarnir þrír bætast við þá tuttugu og sex sem greindust með kórónuveiruna á öldrunarlækningadeild Landakots í dag. Páll segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. Hann hvetur starfsfólk spítalans til að huga að sóttvörnum í hvívetna. „Við höfum enn ekki náð alveg utan um þá sýkingu eins og ég vonaðist til,“ sagði Páll í kvöldfréttum RÚV. Sjötíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum degi frá fjórtánda október í þessari bylgju faraldursins. Af þeim voru tæp áttatíu prósent í sóttkví við greiningu. Um þrjátíu eru á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél Stór hluti þessara smita tengist Landakoti en þar hafa tuttugu og níu manns greinst með Covid19, nítján sjúklingar og tíu starfsmenn. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir þaðan á Landspítalann í Fossvogi en enginn þurft innlögn á gjörgæslu. Búist er við fleiri muni greinast með veiruna á næstu dögum. Þá greindust þrír á Reykjalundi í gær og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. „Af þessum hefur enginn starfsmaður lagst inn en af þessum sextán sjúklingum eru tíu komnir yfir á Fossvog vegna Covid-veikinda en níu eftir á Landakoti,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er sú að þetta er auðvitað alvarleg klasasýking sem hefur átt sér stað í hópi sjúklinga og starfsfólks á Landakoti. Við höfum verið að vinna að því baki brotnu að ná utan um þetta og því er ekki lokið,“ segir Páll. Brýnir fyrir starfsfólki að gæta að sóttvörnum Um hundrað starfsmenn Landspítala eru í sóttkví. „Það má segja að í nær öllum tilfellum þar sem sýkingar hafa komið upp á heilbrigðisstofnunum er það vegna þess að starfsfólk hefur komið með sýkingarnar utan úr samfélaginu. Ég vil nota tækifærið og brýna, ég veit að starfsfólk er að gera sitt besta, en það þarf að brýna að fólk hugi einstaklega vel að sóttvörnum og að sé minnsti grunur um að fólk sé með einhver einkenni að vera þá heima,“ segir Páll. Nú eru þrjátíu og einn sjúklingur inniliggjandi á spítala vegna Covid-veikinda, þar af eru fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Páll segir álagið á spítalanum mikið. „Það er rétt að þetta er farið að taka ansi mikið í en það eru allir uppi á dekki að bregðast við þessu. Markmiðið núna er að stabílísera ástandið og ná utan um þessar sýkingar, bæði innan spítalans en líka að fylgja eftir mögulegum smitum annars staðar.“ „Það er þegar komið upp að það er sýking á Sólvöllum á Eyrarbakka sem rekja má til sýkingarinnar á Landakoti og við erum að fylgja því eftir með skimun hvort um smit geti verið að ræða annars staðar,“ segir Páll. Staðan býsna alvarleg Hann segir hópinn mjög viðkvæman og róðurinn þungan. „Þetta er mjög viðkvæmur hópur og þetta er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá. Þeim mun meiri ástæða að bregðast strax og harkalega við,“ segir Páll. „Róðurinn er þungur, sérstaklega núna. Við höfðum alltaf áhyggjur í þessari þriðju bylgju sérstaklega af mönnun fagfólks og hins vegar að geta ekki útskrifað fólk sem búið væri að meðhöndla á Landspítala,“ segir hann. Það hafi hingað til gengið ágætlega að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð en núna sé það verkefni erfiðara. „Það verkefni að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð, það þarf þá sérstaklega að hafa varann á og við þurfum að vera alveg viss um að það sé ekki möguleg sýking neins staðar,“ segir Páll. „Staðan er býsna alvarleg en mér sýnist við vera að ná stjórn á þessu hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. 24. október 2020 15:37 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti. Frá þessu greindi Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í viðtali í kvöldfréttum RÚV. Sjúklingarnir þrír bætast við þá tuttugu og sex sem greindust með kórónuveiruna á öldrunarlækningadeild Landakots í dag. Páll segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. Hann hvetur starfsfólk spítalans til að huga að sóttvörnum í hvívetna. „Við höfum enn ekki náð alveg utan um þá sýkingu eins og ég vonaðist til,“ sagði Páll í kvöldfréttum RÚV. Sjötíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum degi frá fjórtánda október í þessari bylgju faraldursins. Af þeim voru tæp áttatíu prósent í sóttkví við greiningu. Um þrjátíu eru á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél Stór hluti þessara smita tengist Landakoti en þar hafa tuttugu og níu manns greinst með Covid19, nítján sjúklingar og tíu starfsmenn. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir þaðan á Landspítalann í Fossvogi en enginn þurft innlögn á gjörgæslu. Búist er við fleiri muni greinast með veiruna á næstu dögum. Þá greindust þrír á Reykjalundi í gær og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. „Af þessum hefur enginn starfsmaður lagst inn en af þessum sextán sjúklingum eru tíu komnir yfir á Fossvog vegna Covid-veikinda en níu eftir á Landakoti,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er sú að þetta er auðvitað alvarleg klasasýking sem hefur átt sér stað í hópi sjúklinga og starfsfólks á Landakoti. Við höfum verið að vinna að því baki brotnu að ná utan um þetta og því er ekki lokið,“ segir Páll. Brýnir fyrir starfsfólki að gæta að sóttvörnum Um hundrað starfsmenn Landspítala eru í sóttkví. „Það má segja að í nær öllum tilfellum þar sem sýkingar hafa komið upp á heilbrigðisstofnunum er það vegna þess að starfsfólk hefur komið með sýkingarnar utan úr samfélaginu. Ég vil nota tækifærið og brýna, ég veit að starfsfólk er að gera sitt besta, en það þarf að brýna að fólk hugi einstaklega vel að sóttvörnum og að sé minnsti grunur um að fólk sé með einhver einkenni að vera þá heima,“ segir Páll. Nú eru þrjátíu og einn sjúklingur inniliggjandi á spítala vegna Covid-veikinda, þar af eru fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Páll segir álagið á spítalanum mikið. „Það er rétt að þetta er farið að taka ansi mikið í en það eru allir uppi á dekki að bregðast við þessu. Markmiðið núna er að stabílísera ástandið og ná utan um þessar sýkingar, bæði innan spítalans en líka að fylgja eftir mögulegum smitum annars staðar.“ „Það er þegar komið upp að það er sýking á Sólvöllum á Eyrarbakka sem rekja má til sýkingarinnar á Landakoti og við erum að fylgja því eftir með skimun hvort um smit geti verið að ræða annars staðar,“ segir Páll. Staðan býsna alvarleg Hann segir hópinn mjög viðkvæman og róðurinn þungan. „Þetta er mjög viðkvæmur hópur og þetta er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá. Þeim mun meiri ástæða að bregðast strax og harkalega við,“ segir Páll. „Róðurinn er þungur, sérstaklega núna. Við höfðum alltaf áhyggjur í þessari þriðju bylgju sérstaklega af mönnun fagfólks og hins vegar að geta ekki útskrifað fólk sem búið væri að meðhöndla á Landspítala,“ segir hann. Það hafi hingað til gengið ágætlega að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð en núna sé það verkefni erfiðara. „Það verkefni að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð, það þarf þá sérstaklega að hafa varann á og við þurfum að vera alveg viss um að það sé ekki möguleg sýking neins staðar,“ segir Páll. „Staðan er býsna alvarleg en mér sýnist við vera að ná stjórn á þessu hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. 24. október 2020 15:37 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. 24. október 2020 15:37
Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12
„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34