Vilja starfshóp um aukin atvinnuréttindi erlendra aðila Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 21:24 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Auk hennar eru olbeinn Óttarsson Proppé, Ari Trausti Guðmundsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir flutningsmenn tillögunnar. Vísir/Vilhelm Sex þingmenn VG lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að skipaður yrði starfshópur sem gera ætti tillögur um það hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA og Færeyja. Í greinargerð ályktunarinnar segir að erfitt sé fyrir það fólk sem um ræðir að fá atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og vísbendingar séu um að fólk sem hingað leiti í þeim tilgangi reyni aðrar leiðir. Þar á meðal að sækja um alþjóðlega vernd. Í greinargerðinni segir að fólksflutningar hafi aukist mjög síðustu ár og þá vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár. „Nauðsynlegt er að boðið sé upp á ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi, hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma. Telja verður að það verði ekki eingöngu þeim til bóta sem óska þess fyrst og fremst að koma hingað til að starfa heldur mun sú þekking og reynsla sem það fólk býr yfir auðga menningu okkar, efnahag og samfélag. Í ljósi þessara sjónarmiða telja flutningsmenn mikilvægt að hafin verði vinna við að kanna breytingar á atvinnuréttindum útlendinga til frambúðar,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að mikilvægt sé að skoða hvort breyta eigi því fyrirkomulagi að tímabundið atvinnuleyfi fólks sé bundið við tiltekinn atvinnurekanda. Það leiði oft til aukins aðstöðumunar milli atvinnurekenda og starfsmanna. Starfshópurinn yrði skipaður af félags- og barnamálaráðherra og í honum ættu sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélagaforsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Formaður hópsins yrði skipaður af ráðherra. Þá ætti hópurinn að skila tillögum sínum fyrir 1. júní á næsta ári og ráðherra ætti að kynna þær fyrir þingmönnum á haustþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir. Alþingi Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Sex þingmenn VG lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að skipaður yrði starfshópur sem gera ætti tillögur um það hvernig auka megi atvinnuréttindi ríkisborgara ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA og Færeyja. Í greinargerð ályktunarinnar segir að erfitt sé fyrir það fólk sem um ræðir að fá atvinnu- og dvalarleyfi á Íslandi og vísbendingar séu um að fólk sem hingað leiti í þeim tilgangi reyni aðrar leiðir. Þar á meðal að sækja um alþjóðlega vernd. Í greinargerðinni segir að fólksflutningar hafi aukist mjög síðustu ár og þá vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár. „Nauðsynlegt er að boðið sé upp á ólíkar leiðir fyrir fólk í ólíkum aðstæðum til að setjast að hér á landi, hvort sem það er til skemmri eða lengri tíma. Telja verður að það verði ekki eingöngu þeim til bóta sem óska þess fyrst og fremst að koma hingað til að starfa heldur mun sú þekking og reynsla sem það fólk býr yfir auðga menningu okkar, efnahag og samfélag. Í ljósi þessara sjónarmiða telja flutningsmenn mikilvægt að hafin verði vinna við að kanna breytingar á atvinnuréttindum útlendinga til frambúðar,“ segir í greinargerðinni. Einnig segir að mikilvægt sé að skoða hvort breyta eigi því fyrirkomulagi að tímabundið atvinnuleyfi fólks sé bundið við tiltekinn atvinnurekanda. Það leiði oft til aukins aðstöðumunar milli atvinnurekenda og starfsmanna. Starfshópurinn yrði skipaður af félags- og barnamálaráðherra og í honum ættu sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélagaforsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Formaður hópsins yrði skipaður af ráðherra. Þá ætti hópurinn að skila tillögum sínum fyrir 1. júní á næsta ári og ráðherra ætti að kynna þær fyrir þingmönnum á haustþingi. Flutningsmenn tillögunnar eru þau Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.
Alþingi Efnahagsmál Innflytjendamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira