Svona á að bregðast við í jarðskjálfta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 15:06 Grindvíkingar hafa fundið fyrir mörgum jarðskjálftum undanfarin ár og virðast lítið kippa sér upp við þann sem varð í dag. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið. Almannavarnir hafa gefið út tilmæli um hvernig fólk eigi að bregðast við jarðskjálfta, eftir því hvort fólk er innandyra eða utan, við sjó eða akandi í bíl. Leiðbeiningarnar fylgja að neðan. Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar – ekki hlaupa af stað. • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg – athugið að í nýjum húsum eru hurðarop ekki sérstaklega styrkt og þar er jafnan hurð sem getur sveiflast til og frá • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi • Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta: • Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta • Hafðu sætisbeltin spennt • Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann. Leiðbeiningar eftir skjálfta Að neðan má sjá leiðbeiningar almannavarna um hvernig eigi að bregðast við að loknum skjálfta. Klæðist góðum hlífðarfötum Farið í góða skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla. Neyðarkassinn Náið í neyðarkassan, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann. Slys – Meiðsli Athugið hvort einhver hefur slasast og ef þörf er fyrir aðstoð þá hafið samband við Neyðarlínuna í síma 1-1-2. Upplýsingar. Reyndu að afla þér upplýsinga um jarðskjálftann, umfang hans og upptök á vef Veðurstofunnar og fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fljótir að taka við sér. Síminn virkar ekki Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Sendu frekar SMS í stað þess að hringja, til að láta vita af þér til að minnka álag á símkerfi. Einnig getur verið gott að eiga hleðslubanka, hleðslurafhlöður og hleðslutæki til að nota í bifreið til að hlaða rafmagnstæki (síma og tölvur) í rafmagnsleysi, sem oft fylgir jarðskjálftum. Lyftur Notið ekki lyftur í háhýsum þar sem hætta er á að þær hafi skekkst. Látið yfirfara lyftur í kjölfar jarðskjálfta. Neysluvatn Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Vatnsleki -Rafmagn Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt. Eldur – eldmatur Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður. Rýming Farið rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming. Söfnunarstaður Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið. Bíllinn oft fyrsta skjólið Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á ef húsnæði hefur skemmst og þar er almennt útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum. Útvarp – tilkynningar Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr. Fallnar raflínur Aldrei snerta fallnar raflínur. Nágrannahjálp Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnist aðstoðar. Ef þu veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist. Nánar á vef almannavarna. Eldgos og jarðhræringar Húsráð Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag. Fólk fann vel fyrir skjálftanum á suðvesturhorninu og jafnvel vestur á firði. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið. Almannavarnir hafa gefið út tilmæli um hvernig fólk eigi að bregðast við jarðskjálfta, eftir því hvort fólk er innandyra eða utan, við sjó eða akandi í bíl. Leiðbeiningarnar fylgja að neðan. Ef þú ert innandyra þegar jarðskjálfti byrjar – ekki hlaupa af stað. • Haltu kyrru fyrir, mörg slys verða þegar hlaupið er af stað • Farðu undir borð eða rúm, verðu höfuð og háls, haltu þér í sterkbyggð húsgögn • Krjúptu niður í horni við burðarvegg eða í hurðaropi við burðarvegg – athugið að í nýjum húsum eru hurðarop ekki sérstaklega styrkt og þar er jafnan hurð sem getur sveiflast til og frá • Verðu höfuð þitt og andlit með kodda- ef þú vaknar upp við jarðskjálfta • Haltu þig frá gluggum – þeir geta brotnað • Láttu vita af þér með SMS þegar jarðskjálftnn hættir Ef þú er utandyra þegar þú finnur jarðskjálfta – ekki hlaupa inn • Vertu áfram úti – reyndu að finna skjól til að krjúpa, skýla, halda • Reyndu að koma þér frá byggingum sem geta hrunið • Grjóthrun, skriður og snjóflóð geta fallið úr hlíðum og fjalllendi • Raflínur eru hættulegar ef þær slitna – varist að snerta þær • Reyndu að komast á opið svæði þar sem byggingar þrengja ekki að Farðu frá ströndinni ef þú ert á svæði þar sem hætta er á flóðbylgju Ef þú ert að keyra þegar þú finnur jarðskjálfta: • Leggðu ökutæki og stoppaðu. Vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta • Hafðu sætisbeltin spennt • Haltu kyrru fyrir ef þú ert í bíl þar sem hann getur varið þig gegn brotum og braki sem hægt er að verða fyrir í jarðskjálfta – hlustaðu á útvarpið, þar koma jafnan fyrstu upplýsingarnar um jarðskjálftann. Leiðbeiningar eftir skjálfta Að neðan má sjá leiðbeiningar almannavarna um hvernig eigi að bregðast við að loknum skjálfta. Klæðist góðum hlífðarfötum Farið í góða skó og hlífðarföt, ef glerbrot eru á gólfum eða brak að falla. Neyðarkassinn Náið í neyðarkassan, ef hann er fyrir hendi og ef þörf er fyrir hann. Slys – Meiðsli Athugið hvort einhver hefur slasast og ef þörf er fyrir aðstoð þá hafið samband við Neyðarlínuna í síma 1-1-2. Upplýsingar. Reyndu að afla þér upplýsinga um jarðskjálftann, umfang hans og upptök á vef Veðurstofunnar og fylgstu með ráðleggingum almannavarna í fjölmiðlum. Samfélagsmiðlar eru fljótir að taka við sér. Síminn virkar ekki Ef ekki er hægt að ná í hjálp símleiðis, skal auðkenna slysstað með hvítri veifu. Síminn er öryggistæki og þegar neyðarástand hefur skapast getur álag á símkerfið leitt til þess að þeir sem þurfa á hjálp að halda ná ekki sambandi. Sendu frekar SMS í stað þess að hringja, til að láta vita af þér til að minnka álag á símkerfi. Einnig getur verið gott að eiga hleðslubanka, hleðslurafhlöður og hleðslutæki til að nota í bifreið til að hlaða rafmagnstæki (síma og tölvur) í rafmagnsleysi, sem oft fylgir jarðskjálftum. Lyftur Notið ekki lyftur í háhýsum þar sem hætta er á að þær hafi skekkst. Látið yfirfara lyftur í kjölfar jarðskjálfta. Neysluvatn Drekkið ekki kranavatn fyrr en tryggt er að það hafi ekki mengast í jarðskjálftanum. Vatnsleki -Rafmagn Lokið fyrir vatnsinntak ef leki er óviðráðanlegur og slökkvið á aðalrofa í rafmagnstöflu ef húsið er skemmt. Eldur – eldmatur Athugið hvort eldur er laus og notið ekki opið ljós eða eld ef hætta er á að eldfim efni hafi hellst niður. Rýming Farið rólega út eftir skjálfta. Mörg slys verða þegar fólk hleypur út í óðagoti eftir jarðskjálfta. Gott er að vera vel klæddur ef yfirgefa þarf húsið, sérstaklega að vetri til. Sjá Brottflutningur – Rýming. Söfnunarstaður Farið á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað utanhúss og ráðfærið ykkur við fjölskylduna áður en næsta skref er tekið. Bíllinn oft fyrsta skjólið Munið að bifreið er oft fyrsta upphitaða skjólið sem völ er á ef húsnæði hefur skemmst og þar er almennt útvarp. Akið með fyllstu aðgát og athugið að vegir og brýr geta skemmst í jarðskjálfta. Munið eftir fjöldahjálparstöðvum í skólum. Útvarp – tilkynningar Hlustið eftir tilkynningum og fréttum í fjölmiðlum. Farið eftir þeim fyrirmælum sem kunna að vera gefin. Gott er að hafa útvarp með langbylgju ef FM sendar detta úr. Fallnar raflínur Aldrei snerta fallnar raflínur. Nágrannahjálp Athugið hvort nágrannar ykkar þarfnist aðstoðar. Ef þu veist af öldruðum eða fötluðum einstaklingum í næsta nágrenni er mikilvægt að huga að þeim. Munið, að ef margir slasast þá getur orðið bið á því að hjálp berist. Nánar á vef almannavarna.
Eldgos og jarðhræringar Húsráð Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira