Saka Google um að vera einokunarhringur Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 13:35 Forsvarsmenn Google hafa alltaf hafnað því að fyrirtækið skaði samkeppni í netleit og auglýsingum. Fyrirtækið veiti þjónustu sem sé gagnleg neytendum. AP/Jeff Chiu Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit. Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur. Málið er sagt það stærsta sinnar tegundar frá því að bandarísk yfirvöld stefndi tæknirisanum Microsoft fyrir rúmlega tuttugu árum. AP-fréttastofan segir að málið gegn Google nú gæti verið það fyrsta gegn stóru tæknifyrirtækjunum en ráðuneytið og Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) eru með aðra risa eins og Apple, Amazon og Facebook til rannsóknar. Google og móðurfélag þess Alphabet hafa lengið verið sökuð um að notfæra sér yfirburðastöðu í netleit og auglýsingum til þess að þurrka út samkeppni og maka krókinn. Evrópusambandið hefur lagt marga milljarða dollara sektir á Google vegna þess en gagnrýnendur fyrirtækisins segja slíkt ekki hrökkva til. Samkvæmt heimildum AP heldur dómsmálaráðuneytið því fram að Google hafi meðal annars greitt símaframleiðendum milljarða dollara til þess að tryggja að leitarvél þess sé alltaf sjálfvalin í vefvöfrum á snjallsímum. Google er með um 90% markaðshlutdeild í leitarvélum á netinu en forsvarsmenn þess hafa allt tíð þvertekið fyrir að það skaði samkeppni. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi haft horn í síðu Google. Hann og aðrir bandarískir íhaldsmenn hafa haldið því fram án haldbærra sannana að leitarvélin feli á einhvern hátt efni frá íhaldsmönnum. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa einnig verið gagnrýnir á Google en af öðrum ástæðum. Niðurstaða rannsóknar dómsmálanefndar fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar stýra, var að Google væri í einokunarstöðu í netleit.
Google Bandaríkin Donald Trump Tækni Tengdar fréttir Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Evrópusambandið með tæknirisana í sigtinu Evrópusambandið er sagt vera að undirbúa það að herða til muna reglugerðir sem gilda um stór alþjóðleg tæknifyrirtæki á yfirráðasvæði sambandsins. 11. október 2020 23:30