Aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga hjá Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 14. október 2020 20:24 Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú mætist hið gamla og hið nýja. Á morgun klukkan tólf rennur út umsóknarfrestur fyrir árlegar styrkveitingar úr borgarsjóði. Fjöldi fólks um allan bæ situr líklega sveitt við og tekur lokahnykkinn á sínum umsóknum. Gangi ykkur vel! Líklega verður þetta í síðasta sinn að styrkjum er veitt úr þessum sjóð með ,,gamla laginu" en við samþykktum í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í vor nýtt fyrirkomulag með aukið gagnsæi og jafnræði styrkveitinga að leiðarljósi. Þegar ég kom inn í borgarkerfið stakk strax í augun hve óaðgengilegt og ógagnsætt núverandi fyrirkomulag er að mínu mati. Ég hlakka til að sjá aukið gagnsæi og aukið aðgengi að styrkjum borgarinnar til að styðja við jafnræði þannig að öll standi sem jöfnust þegar kemur að tækifærum til að fá úthlutað styrkjum. Það er lýðræðislegt! Það er réttlæti! Nýtt fyrirkomulag styrkveitinga þýðir meðal annars þetta: Settur verður upp styrkjavefur Reykjavíkurborgar sem mun halda utan um upplýsingar og leiðbeiningar um alla styrki þar sem notandi verður leiddur áfram að umsókn. Gögn um úthlutanir styrkja verða birtar þar til þess að auka gagnsæi. Reglur Reykjavíkurborgar um styrki verða yfirfarnar og sameinaðar reglum í Styrkjahandbók þar sem farið verður markvisst yfir allar sérreglur um styrkveitingar og tryggt að þær séu í samræmi við meginreglur. Styrkjum úr borgarsjóði verður framvegis úthlutað tvisvar á ári í gegnum nýja rafræna umsóknarferlið þannig að alltaf verði opið fyrir umsóknir. Ég er mjög stolt af þessu verkefni. Ég elska að vinna að auknu gagnsæi og auknu aðgengi fyrir alla. Með betra upplýsingaaðgengi fyrir þá sem skilja og skilja ekki íslensku. Með því að ýta stanslaust á eftir algildri hönnun við þróun borgarlands og bygginga. Með stafrænni umbreytingu þjónustu þar sem við einföldum þjónustuferla. Með nýjum gagnsæis- og lýðræðisgáttum þar sem verður auðveldara að kynna sér málin og taka þátt. Með því að pönkast í kerfunum þegar fólk upplifir að á þeim hafi verið brotið. Mig langar bara til þess að við getum öll átt hér gott líf. Að það skipti ekki máli hvaðan við komum eða hvernig staða okkar er. Að spilling fái ekki að grassera og að við fáum öll sömu tækifærin. Að samfélagið sé opið, réttlátt og nútímalegt. Til þess að fólk nenni hreinlega að búa hér og geti notið þess. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar