Hlustum á þreytu Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar 12. október 2020 10:31 Nú þegar við erum stödd í þriðju bylgju Covid 19, þá eru mörg þeirra sem sýktust í vor enn að kljást við heilsubresti sökum veirunnar. Þau einkenni sem heyrast hvað oftast, þreyta, verkir, mæði eru því miður ekki ný af nálinni fyrir mig, og okkur sem þjáumst af ME sjúkdómnum. Sjálf hef ég þurft að glíma við heilsuvandamál síðan ég var sextán ára og fékk einkirningasótt sem er af völdum Epsteinn-Barr veirunnar. ME hefur einnig gengið undir nafninu síþreyta, og þó svo að ýmis lífmerki hafi uppgötvast á síðustu árum sem einkenna sjúkdóminn, þá er enn ekki til staðar mælanleg leið til þess að greina hann, heldur er hann greindur út frá einkennum. Þarf sjúklingur að hafa glímt við einkenni í 6 mánuði eða lengur. Eins og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, tekur fram í viðtali við Morgunblaðið, þá er „post-víral“ þreyta ekki það sama og ME, en slík þreyta hverfur fyrstu sex mánuðina eftir veirusýkingu. Hins vegar er annað mál ef einkenni vara lengur. Í hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá (ICD 10) sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefur út, er „post-viral syndrome“ flokkað sem sami sjúkdómurinn og ME (93,3) og flokkast hann sem taugasjúkdómur. Sjúkdómurinn er enn lítið þekktur, bæði almennt og á meðal heilbrigðisstarfsfólks en þó hefur verið mikil vitundarvakning um ME síðustu ár. Vísindafólk talar almennt um sjúkdóminn sem tauga-, ónæmis- og innkirtlasjúkdóm og hefur gangverk hans þótt flókinn. Eitt aðaleinkenni sameinar hins vegar hóp þeirra sem lifir með ME: Áreynsluþreyta eða áreynsluóþol (e. post-exertional malaise), sem þýðir að líkamleg eða andleg áreynsla kallar fram mikil þreytuviðbrögð, jafnvel einum eða tveimur dögum eftir áreynsluna. Þetta einkenni greinir ME frá öðrum sjúkdómum með svipað einkennamunstur á borð við vefjagigt. Á grundvelli áreynsluþreytunnar hefur endurhæfing ME-sjúklinga reynst mjög erfið þar sem að erfitt er að segja hvar þreytumörkin liggja. Öflug hreyfing er stundum svarið við öðrum langvinnum sjúkdómum, en hún er í raun nokkuð varhugaverð fyrir ME-sjúklinga (þótt þeir þurfi í fremsta mæli að reyna að viðhalda líkamlegum styrk á einhvern hátt). Þess vegna er það fyrsta sem mig langar að segja við þau sem eru að glíma við eftirstöðvar Covid 19: Ekki fara út að hlaupa. Sem þýðir auðvitað: Ekki reyna of mikið á þig. Ég og aðrir ME-sjúklingar höfum brennt okkur á þessu aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki í hversu mörg skipti ég varð veik daginn eftir að hafa farið út að hlaupa. Ég áttaði mig ekki á tengslunum við hlaupin vegna þess að hvergi voru til staðar upplýsingar um að slík áreynsla gæti verið orsök veikindanna minna. Margir sjúklingar lýsa því raunar sem sorgarferli að þurfa að takast á við veikindin: Allt í einu ertu þú orðin önnur en þú varðst; þú ert ekki lengur manneskjan sem getur farið út að skokka eða reddað málunum fyrir vinina sem eru að flytja. Þú ert orðin manneskjan sem þarf að setja skýr mörk varðandi álag og þarft að passa hverja stund að fara ekki fram úr þér. Enn er óljóst hvaða mynd langvinn einkenni eftir Covid 19 munu taka á sig. Mörg okkar eru einnig haldin almennri farsóttarþreytu vegna þess langvarandi álags sem faraldurinn veldur. Því þarf tíminn að leiða í ljós hvort þau sem upplifa nú langvinn einkenni séu með ME. Hins vegar langar mig sem manneskju sem lifað hefur með þessum sjúkdómi í tuttugu ár og brennt mig aftur og aftur að segja: Farið mjög varlega og hlustið á þreytuna. Ef einhver möguleiki er fyrir hendi að manneskja fái ME þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir einkennum áreynsluþreytu. Þá sérstaklega þeirri staðreynd að varanleg afturför almennrar virkni getur átt sér stað ef ME-sjúklingur upplifir áreynsluþreytu trekk í trekk. Mörg okkar ME-sjúklinga reynum í fremsta mæli að gera virkniaðlögun að lífstíl okkar: Ef tekin eru skref á hraða snigilsins má ná upp meiri virkni. En það krefst vissulega þolinmæði og hægari ryðma en oft er í boði í safmélaginu í dag. Ég vona innilega að þessi varnaðarorð mín munu reynast óþörf, að eftirstöðvar Covid 19 verði sem minnst fyrir þau sem sýktust og að þau sem finna til einkenna núna finni góða leið til bata. Á sama tíma vona ég að rannsóknir á ME verði tvíefldar og úrræði fyrir þennan hóp sjúklinga, sem fer mögulega stækkandi, verði stórefld. Höfundur er nýdoktor í heimspeki og stjórnarkona í ME-félagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar við erum stödd í þriðju bylgju Covid 19, þá eru mörg þeirra sem sýktust í vor enn að kljást við heilsubresti sökum veirunnar. Þau einkenni sem heyrast hvað oftast, þreyta, verkir, mæði eru því miður ekki ný af nálinni fyrir mig, og okkur sem þjáumst af ME sjúkdómnum. Sjálf hef ég þurft að glíma við heilsuvandamál síðan ég var sextán ára og fékk einkirningasótt sem er af völdum Epsteinn-Barr veirunnar. ME hefur einnig gengið undir nafninu síþreyta, og þó svo að ýmis lífmerki hafi uppgötvast á síðustu árum sem einkenna sjúkdóminn, þá er enn ekki til staðar mælanleg leið til þess að greina hann, heldur er hann greindur út frá einkennum. Þarf sjúklingur að hafa glímt við einkenni í 6 mánuði eða lengur. Eins og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, tekur fram í viðtali við Morgunblaðið, þá er „post-víral“ þreyta ekki það sama og ME, en slík þreyta hverfur fyrstu sex mánuðina eftir veirusýkingu. Hins vegar er annað mál ef einkenni vara lengur. Í hinni alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá (ICD 10) sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gefur út, er „post-viral syndrome“ flokkað sem sami sjúkdómurinn og ME (93,3) og flokkast hann sem taugasjúkdómur. Sjúkdómurinn er enn lítið þekktur, bæði almennt og á meðal heilbrigðisstarfsfólks en þó hefur verið mikil vitundarvakning um ME síðustu ár. Vísindafólk talar almennt um sjúkdóminn sem tauga-, ónæmis- og innkirtlasjúkdóm og hefur gangverk hans þótt flókinn. Eitt aðaleinkenni sameinar hins vegar hóp þeirra sem lifir með ME: Áreynsluþreyta eða áreynsluóþol (e. post-exertional malaise), sem þýðir að líkamleg eða andleg áreynsla kallar fram mikil þreytuviðbrögð, jafnvel einum eða tveimur dögum eftir áreynsluna. Þetta einkenni greinir ME frá öðrum sjúkdómum með svipað einkennamunstur á borð við vefjagigt. Á grundvelli áreynsluþreytunnar hefur endurhæfing ME-sjúklinga reynst mjög erfið þar sem að erfitt er að segja hvar þreytumörkin liggja. Öflug hreyfing er stundum svarið við öðrum langvinnum sjúkdómum, en hún er í raun nokkuð varhugaverð fyrir ME-sjúklinga (þótt þeir þurfi í fremsta mæli að reyna að viðhalda líkamlegum styrk á einhvern hátt). Þess vegna er það fyrsta sem mig langar að segja við þau sem eru að glíma við eftirstöðvar Covid 19: Ekki fara út að hlaupa. Sem þýðir auðvitað: Ekki reyna of mikið á þig. Ég og aðrir ME-sjúklingar höfum brennt okkur á þessu aftur og aftur og aftur. Ég veit ekki í hversu mörg skipti ég varð veik daginn eftir að hafa farið út að hlaupa. Ég áttaði mig ekki á tengslunum við hlaupin vegna þess að hvergi voru til staðar upplýsingar um að slík áreynsla gæti verið orsök veikindanna minna. Margir sjúklingar lýsa því raunar sem sorgarferli að þurfa að takast á við veikindin: Allt í einu ertu þú orðin önnur en þú varðst; þú ert ekki lengur manneskjan sem getur farið út að skokka eða reddað málunum fyrir vinina sem eru að flytja. Þú ert orðin manneskjan sem þarf að setja skýr mörk varðandi álag og þarft að passa hverja stund að fara ekki fram úr þér. Enn er óljóst hvaða mynd langvinn einkenni eftir Covid 19 munu taka á sig. Mörg okkar eru einnig haldin almennri farsóttarþreytu vegna þess langvarandi álags sem faraldurinn veldur. Því þarf tíminn að leiða í ljós hvort þau sem upplifa nú langvinn einkenni séu með ME. Hins vegar langar mig sem manneskju sem lifað hefur með þessum sjúkdómi í tuttugu ár og brennt mig aftur og aftur að segja: Farið mjög varlega og hlustið á þreytuna. Ef einhver möguleiki er fyrir hendi að manneskja fái ME þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir einkennum áreynsluþreytu. Þá sérstaklega þeirri staðreynd að varanleg afturför almennrar virkni getur átt sér stað ef ME-sjúklingur upplifir áreynsluþreytu trekk í trekk. Mörg okkar ME-sjúklinga reynum í fremsta mæli að gera virkniaðlögun að lífstíl okkar: Ef tekin eru skref á hraða snigilsins má ná upp meiri virkni. En það krefst vissulega þolinmæði og hægari ryðma en oft er í boði í safmélaginu í dag. Ég vona innilega að þessi varnaðarorð mín munu reynast óþörf, að eftirstöðvar Covid 19 verði sem minnst fyrir þau sem sýktust og að þau sem finna til einkenna núna finni góða leið til bata. Á sama tíma vona ég að rannsóknir á ME verði tvíefldar og úrræði fyrir þennan hóp sjúklinga, sem fer mögulega stækkandi, verði stórefld. Höfundur er nýdoktor í heimspeki og stjórnarkona í ME-félagi Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun