Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 17:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið afleitar. Vísir/Einar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson. Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson.
Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39
Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00