Fólk læri af hafnarbjörguninni í Eyjum 1973 og treysti sérfræðingum Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2020 12:16 Páll Magnússon segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig. Hann beri fullt traust til sóttvarnalæknis og telji mikilvægt að allir – og ekki síst stjórnmálamenn – standi þétt að baki þeim ákvörðunum sem teknar séu á þeim vettvangi. Þá segir hann að landsmenn geti dregið mikinn lærdóm af því hvernig treyst var á sérfræðinga í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þannig að bjarga mætti höfninni í bænum. Gagnrýnisraddir Páll segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem vísar væntanlega í frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær, og svo leiðara blaðsins í dag, um að óeining væri um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra innan ríkisstjórnarinnar. Fréttir hafa einnig borist af því að Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefði „verulegar efasemdir“ um að lagaheimild væri fyrir því að notast greiðslukortafærslur við smitrakningu. Sömuleiðis hefur Sigríður Á. Andersen lýst því yfir að hún vilji horfa í auknum mæli til „grundvallarréttinda“ borgara þegar ákvarðanir eru teknar um sóttvarnaraðgerðir hér á landi, til að mynda fyrirkomulag á landamærum. Vilji hún að áhersla verði frekar lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir frekar en „lokanir, boð og bönn ríkisvaldsins“. Byggðar á bestu vitneskju Páll segir að þó hann beri fullt traust til sóttvarnayfirvalda þýði það ekki að hann telji allar ákvarðanir þeirra réttar – eftir á að hyggja. Þær hafi hins vegar örugglega verið byggðar á bestu vitneskju og þekkingu sem fyrir lá þegar þær voru teknar. „Þetta er líka spurning um hugarfar við að takast á við utanaðkomandi ógn sem þú veist ekki hvernig mun haga sér. Þú veist hvað gerðist í gær - en veist ekkert hvað gerist á morgun. Eina leiðin er þá að velja það fólk sem þú treystir best til að bregðast við síbreytilegum aðstæðum og standa svo við bakið á því fólki. Þegar hraunið var við það að loka höfninni í Vestmannaeyjum 1973 og leggja bæinn í eyði var tekin ákvörðun um að reyna að beina því í aðra átt með kælingu. Það voru uppi margar skoðanir á því hvort ætti að gera þetta og þá hvernig. Á endanum var mestu kunnáttu- og kjarkmönnunum falið að taka þessar ákvarðanir og allir reru svo í sömu átt. Aðgerðin tókst – bænum var bjargað,“ segir Páll sem lýkur svo pistlinum á orðunum „Lærum af þessu!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?