Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 20:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33