Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 20:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33