Kanínur greindust með refavanka í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 17:43 Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni. Vísir/vilhelm Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira