Kanínur greindust með refavanka í fyrsta sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 17:43 Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni. Vísir/vilhelm Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Sjúkdómurinn refavanki greindist nýlega í tveimur kanínum með mótefnamælingu í blóði á Dýraspítalanum í Víðidal. Þetta er í fyrsta sinn sem smit af þessari tegund greinist í kanínum hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST). MAST vill vekja athygli dýraeigenda og dýralækna á smitunum svo hægt sé að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum og fólk leiti mögulega eftir greiningu á sjúkdómnum ef það á við. Sníkjudýrið sem veldur sjúkdómnum heitir Encephalitozoon cuniculi. Það finnst nú þegar víða um land í villtum dýrum og því verður ekki gripið til neinna aðgerða af hálfu yfirvalda til að reyna að takmarka frekari dreifingu þess. Hér á landi greindist E. cuniculi í refum á níunda áratug síðustu aldar og einnig í minkum og músum. Engin skimun hefur farið fram í kanínum hér á landi, svo umfang smits af þessu tagi í þeim er óþekkt. Samkvæmt reglugerð um tilkynningar- og skráningarskylda sjúkdóma er skylt að tilkynna grun eða staðfestingu á E. cuniculi til Matvælastofnunar. Flest spendýr sem smitast sýna engin einkenni en lítill hluti dýra sem smitast þróa einkenni og þá helst frá taugakerfi, augum og/eða nýrum. Einkenni frá taugakerfi geta verið skekkja á höfuðstöðu, óstöðugleiki, hringganga og óeðlilegar augnhreyfingar. Augneinkenni geta verið hvítur massi í auga, aukinn þrýstingur og/eða sýking (uveitt). Einkenni eru oftast aðeins í öðru auganu og dýrið annars einkennalaust. E. cuniculi einfrumungurinn sækir einnig í nýru og getur valdið bráðri eða langvinnri nýrnabilun.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira