Fordæma ummæli Kristjáns Þórs Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 20:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag. Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands (NLbhÍ) fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sauðfjárbændur sem hann lét falla á Alþingi í gær. Í umræðum um fjármálaáætlun á Alþingi í gær spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hvernig hann ætlaði að bæta kjör bænda og stuðla að betra verði. Hann svaraði því til að margir bændur segðu starfið vera lífsstíl. „Ég held að það sé engin goðgá að ætla það menn kjósi af mörgum ástæðum að stunda sauðfjárbúskap. Maður heyrir viðtöl við sauðfjárbændur og á samtöl við þau, þar sem þeir segja að þetta er meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu,“ sagði Kristján Þór í gær. Ummælin hafa víða fallið í grýttan jarðveg. Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýndu ráðherrann til að mynda harðlega í yfirlýsingu í dag. Bændur ættu ekki að þurfa að vinna utan bús Stjórn NLbhÍ tekur í sama streng í yfirlýsingu sinni í kvöld. Þar segir að stjórnin fordæmi orð ráðherra og hann sagður hafa „talað niður til bændastéttarinnar í heild með þeim orðum að það sé bara lífstíll að vera bóndi.“ „Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið! Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir jafnframt í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi landbúnaðarráðherra, gagnrýnir ráðherra einnig í aðsendri grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún segir að það hafi verið sérkennilegt að verða vitni að viðhorfi Kristjáns Þórs í garð sauðfjárbænda er hún bar upp áðurnefnda spurningu á Alþingi í gær. „Þar sagði hann að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi frekar en spurning um afkomu. Það fundust mér köld skilaboð og lýsa ákveðnu skilningsleysi í garð bænda. Bara lífstíll þar sem afkoman aukaatriði? Mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu er augljóst,“ skrifar Þorgerður. Þá lýsti Ungt Framsóknarfólk yfir vantrausti á Kristján Þór í vikunni og í ályktun sambandsins segir að störf ráðherra á kjörtímabilinu hafi sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór vegna málsins í dag.
Landbúnaður Alþingi Tengdar fréttir Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30 Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bara lífsstíll? Saga bænda á Íslandi er samofin við sögu íslenskrar þjóðar. Landbúnaðurinn er mikilvægur hlekkur í samfélagskeðjunni. 7. október 2020 19:30
Lýsa yfir vantrausti á Kristján Þór Ungir framsóknarmenn hafa lýst yfir vantrausti á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 7. október 2020 14:43
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent