Krakkar að leik fundu stolið málverk í Mosfellsbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 22:20 Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Facebook Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira