Krakkar að leik fundu stolið málverk í Mosfellsbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 22:20 Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Facebook Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira