Lögregla kölluð til vegna átaka 12 ára barna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 07:14 Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu þennan morguninn. Vísir/Vilhelm Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Í dagbók lögreglu segir að þar hafi tveimur 12 ára gömlum börnum lent saman og var málið afgreitt með aðkomu foreldra. Þá verður tilkynning einnig send til barnaverndaryfirvalda. Laust fyrir klukkan hálffimm í morgun þurfti lögregla síðan að hafa afskipti af manni sem sat í bíl fyrir utan hús í Grafarholti. Þegar lögreglumenn reyndu að tala við manninn byrjaði hann að sparka í lögreglumennina sem settu hann þá í lögreglutök og handjárnuðu, að því er segir í dagbók lögreglu. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Lögreglumennirnir eru með minniháttar áverka eftir spörkin. Þá stöðvuðu lögreglumenn kannabisræktun í Kópavogi í gærkvöldi. Um var að ræða tvær plöntur og þá fannst einnig lítið magn af tilbúnum efnum á vettvangi. Síðdegis í gær gaf síðan lögregla bifreið stöðvunarmerki á Miklubraut við Kringlu. Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjunum og veitti lögreglan bílnum eftirför austur Miklubraut, áfram austur Vesturlandsveg og inn á Suðurlandsveg. Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bílinn á Suðurlandsvegi vestan Bláfjallaafleggjara. Að því er segir í dagbók lögreglu er talið að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekki er grunur um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Um klukkan hálfátta óskaði svo leigubílstjóri aðstoðar vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir umbeðinn akstur. Má farþeginn eiga von á að vera kærður fyrir fjársvik. Þá stöðvaði lögregla bíl í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti í gær en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess reyndist ökumaðurinn ekki vera með ökuréttindi vegna fyrri afskipta lögreglu. Ökumaðurinn og farþegi í bílnum eru jafnframt grunaðir um þjófnað og vörslu fíkniefna að því er segir í dagbók lögreglu. Voru þeir báðir vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Lögreglumál Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira