„Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2020 11:20 Ágúst Ólafur telur fjárlagafrumvarp Bjarna meðal annars lýsa því að ríkisstjórnin hafi engan skilning á meginvandanum sem er atvinnuleysið, nú í methæðum og á uppleið. visir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“