Bylting í íslenskri kornrækt með nýju reitiborði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 20:01 Birkir Arnar Tómasson, kornbóndi á Móheiðarhvoli við nýja reitiborðið, sem lofar mjög góðu en hann ásamt tveimur öðrum bændum keyptu vélina nýlega og fluttu hana inn til landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Kornbændur vinna nú á fullum krafti við að ná korni sínu inn af ökrunum fyrir veturinn. Þrír kornbændur í Rangárvallasýslu hafa flutt inn stórvirka vél, sem mun valda byltingu í kornrækt en hún reitir kornið af axinu en slíkt hefur ekki sést áður hér á landi. Áður en Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móheiðarhvoli á Rangárvöllum leggur af stað á þreskivélinni á akurinn hjá Ágústi Rúnarssyni í Syðra Fíflholti í Vestur Landeyjum setur hann íblöndunarefni á vélina sem eru lífrænir gerlar í stað sýru en gerlarnir bæta verkun og listugleika kornsins. Þá er komið að því að fara með nýju græjuna á kornakurinn er þetta er svokallað reitiborð, sem er nýjung hjá þremur kornbændum, sem keyptu vélina saman. „Þannig að við tökum þetta með músaxara, það er reitiborð, sem reitir kornið af stráunum og skilur hálminn eftir og sprautar því í vagn. Svo keyrum við þetta heim og setjum í stæðu. Þetta er sem sagt votverkað bygg. Þetta er mögnuð aðferð, sem okkur finnst tilraunarinnar virði,“ segir Birgir Arnar. Birkir segir að afköst vélarinnar séu mjög góð en hún er sex metrar á breidd og hún er að ná að vinna um 40 hektara á sólarhring. Afköstu reitiborðsins eru mjög góð og mun valda byltingu í íslenskri kornrækt hvað varðar uppskerustörf segja eigendur vélarinnar.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum alltaf að reyna að rækta meira fóður heima og flytja minni inn, er það ekki sem við eigum að reyna að gera, flytja minna inn og nota meira íslenskt. Ég held að nýja reitiborðið eigi eftir að verða algjör bylting í uppskerustörfum á korni og mun geta orðið til þess að við getum stóraukið kornræktina.“ En hvað með kornuppskeru haustsins, hvernig er hún? „Uppskeran virðist vera þokkalega yfir meðallagi en veðrið núna í september hefur reyndar ekkert verið að hjálpa okkar en þetta ætlar nú að sleppa ef við fáum einhvern glugga núna, við náum vonandi miklu næstu daga,“ segir Birkir Arnar. Birkir Arnar á þreskivélinni að ná korninu af fallegum akri á bænum Syðra Fíflholt í Vestur-landeyjum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Tækni Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira