Eigið húsnæði fyrir tekjulága Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 25. september 2020 10:17 Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis. Um er að ræða svokölluð hlutdeildarlán. Þau virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum en lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld. Tekjumörk fyrir einstakling eru 7.560.000 krónur á ári og fyrir hjón eða sambúðarfólk 10.560.000 krónur. Það er löngu kominn tími til að mæta tekjulágu fólki sem vill eignast sitt eigið húsnæði og byggja upp eign í því til framtíðar en hefur ekki haft möguleika á að leggja fram þá fjármuni sem þurft hefur til þess að geta fjármagnað eigið húsnæði. Eins og við þekkjum getur jafnvel verið dýrara að greiða leigu á opnum leigumarkaði en að borga niður lán og vera þá að eignast í húsnæðinu. Það á að vera raunverulegt val fyrir fólki hvort það sé á leigumarkaði eða eigi sitt eigið húsnæði hvort sem það er tekjulágt eða efnað. Við gerðum jákvæðar breytingar í meðförum þingsins með því að tryggja að almennt skuli úthlutað að lágmarki 20 % á ársgrundvelli til kaupa á hagkvæmu húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins af þeim 4 milljörðum sem ætlaðir eru til þessa verkefnis á ári. Við sem búum á landsbyggðinni og þekkjum vel til vitum að mjög mikill sogkraftur í búferlaflutningum er frá landsbyggðunum á höfuðborgarsvæðið og vitum að rík þörf er fyrir hagkvæmt húsnæði á landsbyggðunum sem standi líka tekjulágu fólki þar til boða. Víða um land er verið að taka í gegn eldri fjölbýlishús og annað húsnæði sem telst hagkvæmt. Því þurfa ekki að vera eingöngu um nýbyggingar að ræða til þess að geta fallið að kröfum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Ég tel að það muni styrkja landsbyggðirnar mjög mikið og búsetuþróun þar að í boði séu líka íbúðir og húsnæði fyrir tekjulága, þannig að fólk geti haldið áfram að búa á þeim stað sem það vill búa. Önnur úrræði hafa farið vel af stað til stuðnings við fólk á húsnæðismarkaði. Þar má nefna almennar leiguíbúðir sem byggðar hafa verið víðs vegar um landið í samvinnu við sveitarfélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig má nefna skattfrjálsa ráðstöfun séreignasparnaðar á fasteignalán sem komið hafa mörgum vel. Vinstri græn leggja mikla áherslu á að koma til móts við erfiða stöðu tekjulágra í samfélaginu m.a. með góðu aðgengi að heilbrigðiskerfinu, menntun og samgöngum og þrepaskiptu skattkerfi og þessi aðgerð er stór þáttur í því að tryggja sem best afkomuöryggi tekjulágra og fyrstu kaupenda húsnæðis og mætir því samkomulagi sem gert var í Lífskjarasamningunum. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun