Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 18. september 2020 18:55 Guðbrandur segir skjólstæðinga sína eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir verulegu andlegu áfalli vegna brunans. Vísir/Egill Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Lögmaður fólksins segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna. Verið sé að skoða hvort bótaskylda eiganda hússins gæti verið fyrir hendi. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Þrennt lést í brunanum og voru þau öll pólskir ríkisborgarar. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur og hefur nú verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi varðhald. Guðbrandur Jóhannesson er lögmaður fólksins. „Þau fólu mér að leggja fram skaðabótakröfu fyrir sína hönd, samtals tíu kröfur, og þær hafa allar verið framlagðar til héraðssaksóknara og voru teknar upp í ákæru,“ sagði Guðbrandur í samtali við Stöð 2 í kvöld. Hann segir að kröfurnar hlaupi samtals á tugum milljóna króna þó miskabótakröfur á Íslandi séu almennt taldar nokkuð lágar. Guðbrandur segir þá að kröfurnar séu breytilegar eftir skjólstæðingum. „Hluti þeirra varð fyrir verulegu líkamstjóni. Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau urðu öll fyrir verulegu andlegu áfalli og mörg hver eru enn að vinna úr því með aðstoð sérfræðinga.“ Guðbrandur segir að hljóðið í skjólstæðingum hans sé þungt. Þó sé léttir að þessum áfanga málsins sé lokið. Hann segir einnig að til skoðunar sé að leggja fram bótakröfu á hendur eiganda hússins sem brann, en talið er mögulegt að brunavörnum hússins hafi verið ábótavant. „Ég get staðfest að það er verið að skoða bótaskyldu á hendur þeim aðila og jafnframt öðrum aðilum, en ég get ekki tjáð mig nánar um það að svo stöddu máli,“ sagði Guðbrandur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Tengdar fréttir Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. 18. september 2020 13:37
Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. 27. ágúst 2020 21:30