Bolli í 17 úthúðar borgarstjóra í tveggja síðna auglýsingu í Morgunblaðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2020 08:35 Auglýsing Bolla í heild sinni. Skjáskot Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna. Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum hefur verið kenndur við verslunina 17, stendur að tveggja blaðsíðna auglýsingu í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Borgarstjórann burt!“. Þar segir hann Dag B. Eggertsson vafalítið „versta borgarstjóra Reykjavíkur frá upphafi“ og útlistar nítján atriði sem hann telur máli sínu til stuðnings. Bolli segir í auglýsingunni að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé „ískyggileg“. Laugavegurinn sé orðinn að „draugagötu fyrir tilverknað borgaryfirvalda“, þar sem mestu ráði heft aðgengi með lokun gatna og fækkun bílastæða. Bolli vísar þar líklega til göngugatna í miðbænum, sem Reykvíkingar eru almennt ánægðir með samkvæmt könnunum. Þá setur Bolli fram nítján atriði sem honum þykir hafa miður farið undir stjórn Dags og meirihlutans í Reykjavík. Þar á meðal séu „skólamálin hneysa [sic] hvarvetna“ og kostnaður við Mathöll á Hlemmi hafi farið 79 prósent fram úr áætlun. Bolli segir Borgarlínuna jafnframt eina af mörgum mistökum borgarstjórnar. „Borgarlínan – sem enginn veit hvað er – nema hvað hún á að kosta á annað hundrað milljarða hið minnsta. Þessu sukki var fagnað með sérstakri veislu borgarbrodda sem skattgreiðendur voru látnir greiða hálfa milljón króna fyrir.“ Það liggur þó nokkuð skýrt fyrir hvað hin umdeilda Borgarlína er í raun og veru. Á heimasíðu verkefnisins segir: „Borgarlína er hraðvagnakerfi á hjólum (BRT) sem ekur á sérrými með forgangi á gatnamótum.“ Þá hafa kannanir sýnt að Borgarlínan nýtur mikils stuðnings meðal Reykvíkinga. Meiri andstaða hefur hins vegar mælst meðal Seltirninga og Garðbæinga. „Þannig mætti halda lengi áfram að telja og þarf enginn að velkjast í vafa um að Dagur B. Eggertsson er versti borgarstjóri Reykjavíkur frá upphafi. Sammælumst um að kjósa hann aldrei aftur! Endurreisn borgarinnar getur ekki hafist fyrr en niðurrifsöflin hafa verið brotin á bak aftur,“ segir að endingu í auglýsingu Bolla. Bolli var lengi kaupmaður í Miðbænum og hefur jafnframt gegnt trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum. Hann greindi þó frá því í fyrra að hann hefði sagt sig úr flokknum vegna óánægju með forystuna.
Borgarlína Göngugötur Verslun Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira