Vinstrimeirihlutinn í borginni klofinn Björn Gíslason skrifar 16. september 2020 15:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um Sundabraut og ekki síst í kjölfar ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í borginni.“ Ég held að flestir séu sammála seðlabankastjóra enda augljóslega með arðbærari verkefnum sem hægt er að fara í um þessar mundir. Verkefnið er ekki eingöngu arðbært efnahagslega heldur einnig samfélagslega. Þá mun verkefnið ekki einungis hafa þýðingu fyrir Reykvíkinga heldur munu áhrif Sundabrautar gæta víða á landinu enda tengist Sundabraut Vesturlandsveginum og hefur því áhrif á Vestur- og Norðurland. Með öðrum orðum mun Sundabraut ekki einungis minnka álagið á Ártúnsbrekku heldur mun hún bæta samgöngur Grafarvogshverfis til muna og jafnframt bæta samgöngur við landsbyggðina. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að Sundabraut mun hafa mikið gildi í almannavörnum höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir verulegu máli að greiðlega gangi að rýma höfuðborgarsvæðið ef þær aðstæður skapast. Óreiðan og hamagangurinn mikill Nú er svo komið að vinstrimeirihlutinn í borginni virðist klofinn í afstöðu sinni til Sundabrautar. Borgarstjóri talar um að langfarsælast sé að hafa Sundabraut í göngum á meðan píratinn, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, sagði í þættinum Sprengisandi fyrir stuttu að hún vildi frekar sjá „Sundaleið“ í nútímalegri hönnun, þ.e. brú þar sem gert er ráð fyrir hjólandi og gangandi. Svo virðist sem óreiðan og hamagangurinn sé svo mikill í herbúðum borgarstjórans og vinstrimeirihlutans að koma Sundabraut fyrir kattarnef að bæði er verið reisa hverfi sem áætlað er þeim sem kjósa að lifa bíllausum lífsstíl og smáhýsi á helgunarsvæði brautarinnar í Gufunesi. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar sagt að Sundabraut sé órjúfanlegur hluti Samgöngusáttmálans og ekkert verði af honum ætli menn ekki að heiðra þennan þátt samkomulagsins. Koma þarf böndum á óreiðuna innanhúss Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík hefur með markvissum hætti í áraraðir tafið fyrir Sundabraut enda hefur engin vilji staðið til þess að greiða fyrir umferð almennt. Til marks um þetta þá hafði Vegagerðin um langt árabil beðið eftir að Reykjavíkurborg myndi taka afstöðu varðandi legu Sundabrautar en nokkrar leiðir voru færar við byggingu hennar. Vegagerðin lagði áherslu á svokallaða innri leið, sem gengur undir nafninu leið þrjú í daglegu tali, yrði farin en hún er við Gelgjutanga. Sú leið var langhagkvæmasti kosturinn fyrir legu Sundabrautar og var Reykjavíkurborg tilkynnt það að ef önnur og dýrari leið, en leið þrjú, yrði farin þyrfti Reykjavíkurborg að greiða mismuninn. Engu að síður ákvað Vinstrimeirihlutinn, sem nú hefur verið viðreistur af Viðreisn, að fara aðra leið og úthlutaði byggingalóðum á því svæði þar sem leið þrjú átti að koma og þar með datt út þessi hagkvæmasti kostur undir legu Sundabrautar. Ljóst er að gerð gangna er tugum milljarða dýrari framkvæmd en þverun Kleppsvíkur með lágbrú. Sundabraut liður í að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti Eitt er víst að skikka þarf þennan vinstrimeirihluta til að koma böndum á óreiðuna innanhúss en svo virðist sem verkefnið sé að valda töluverðri togstreitu innan hans. Þannig er mikilvægt að fá svör sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa við byggingu brautarinnar. Þessi framkvæmd er gríðarlega mikilvæg efnahagslega og samfélagslega eins og rakið hefur verið hér að ofan. Verkefni eins og Sundabraut yrði góð fjárfestingarleið fyrir lífeyrissjóði sem dæmi en lítið er um innlendar fjárfestingar vegna Kórónuveirunnar. Þannig mun verkefnið verða liður í að að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti en samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga hefur landsframleiðslan dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hérlendis. Hætt er við því að klofningur vinstrimeirihlutans í afstöðu sinni til legu Sundabrautar muni tefja að framkvæmdir geti hafist. Ekki er annað að skilja en formaður skipulagsráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sé beinlínis mótfallinn verkefninu þrátt fyrir að borgin hafi samþykkt samgöngusáttmálann sem kveður á um Sundabraut. Mikilvægt er að taka ákvörðun um legu brautarinnar sem fyrst enda löngu kominn tími til ákvarðana varðandi legu hennar svo framkvæmdir geti hafist okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Greinin birtist fyrst í Grafarvogsblaðinu 16. september 2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Björn Gíslason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um Sundabraut og ekki síst í kjölfar ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis að honum þætti „alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í borginni.“ Ég held að flestir séu sammála seðlabankastjóra enda augljóslega með arðbærari verkefnum sem hægt er að fara í um þessar mundir. Verkefnið er ekki eingöngu arðbært efnahagslega heldur einnig samfélagslega. Þá mun verkefnið ekki einungis hafa þýðingu fyrir Reykvíkinga heldur munu áhrif Sundabrautar gæta víða á landinu enda tengist Sundabraut Vesturlandsveginum og hefur því áhrif á Vestur- og Norðurland. Með öðrum orðum mun Sundabraut ekki einungis minnka álagið á Ártúnsbrekku heldur mun hún bæta samgöngur Grafarvogshverfis til muna og jafnframt bæta samgöngur við landsbyggðina. Þá er ekki hægt að láta hjá líða að nefna að Sundabraut mun hafa mikið gildi í almannavörnum höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir verulegu máli að greiðlega gangi að rýma höfuðborgarsvæðið ef þær aðstæður skapast. Óreiðan og hamagangurinn mikill Nú er svo komið að vinstrimeirihlutinn í borginni virðist klofinn í afstöðu sinni til Sundabrautar. Borgarstjóri talar um að langfarsælast sé að hafa Sundabraut í göngum á meðan píratinn, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, sagði í þættinum Sprengisandi fyrir stuttu að hún vildi frekar sjá „Sundaleið“ í nútímalegri hönnun, þ.e. brú þar sem gert er ráð fyrir hjólandi og gangandi. Svo virðist sem óreiðan og hamagangurinn sé svo mikill í herbúðum borgarstjórans og vinstrimeirihlutans að koma Sundabraut fyrir kattarnef að bæði er verið reisa hverfi sem áætlað er þeim sem kjósa að lifa bíllausum lífsstíl og smáhýsi á helgunarsvæði brautarinnar í Gufunesi. Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar sagt að Sundabraut sé órjúfanlegur hluti Samgöngusáttmálans og ekkert verði af honum ætli menn ekki að heiðra þennan þátt samkomulagsins. Koma þarf böndum á óreiðuna innanhúss Vinstrimeirihlutinn í Reykjavík hefur með markvissum hætti í áraraðir tafið fyrir Sundabraut enda hefur engin vilji staðið til þess að greiða fyrir umferð almennt. Til marks um þetta þá hafði Vegagerðin um langt árabil beðið eftir að Reykjavíkurborg myndi taka afstöðu varðandi legu Sundabrautar en nokkrar leiðir voru færar við byggingu hennar. Vegagerðin lagði áherslu á svokallaða innri leið, sem gengur undir nafninu leið þrjú í daglegu tali, yrði farin en hún er við Gelgjutanga. Sú leið var langhagkvæmasti kosturinn fyrir legu Sundabrautar og var Reykjavíkurborg tilkynnt það að ef önnur og dýrari leið, en leið þrjú, yrði farin þyrfti Reykjavíkurborg að greiða mismuninn. Engu að síður ákvað Vinstrimeirihlutinn, sem nú hefur verið viðreistur af Viðreisn, að fara aðra leið og úthlutaði byggingalóðum á því svæði þar sem leið þrjú átti að koma og þar með datt út þessi hagkvæmasti kostur undir legu Sundabrautar. Ljóst er að gerð gangna er tugum milljarða dýrari framkvæmd en þverun Kleppsvíkur með lágbrú. Sundabraut liður í að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti Eitt er víst að skikka þarf þennan vinstrimeirihluta til að koma böndum á óreiðuna innanhúss en svo virðist sem verkefnið sé að valda töluverðri togstreitu innan hans. Þannig er mikilvægt að fá svör sem fyrst svo hægt sé að hefjast handa við byggingu brautarinnar. Þessi framkvæmd er gríðarlega mikilvæg efnahagslega og samfélagslega eins og rakið hefur verið hér að ofan. Verkefni eins og Sundabraut yrði góð fjárfestingarleið fyrir lífeyrissjóði sem dæmi en lítið er um innlendar fjárfestingar vegna Kórónuveirunnar. Þannig mun verkefnið verða liður í að að stemma stigu við fyrirséðum samdrætti en samkvæmt niðurstöðum þjóðhagsreikninga hefur landsframleiðslan dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan ársfjórðungslegar mælingar hófust hérlendis. Hætt er við því að klofningur vinstrimeirihlutans í afstöðu sinni til legu Sundabrautar muni tefja að framkvæmdir geti hafist. Ekki er annað að skilja en formaður skipulagsráðs, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, sé beinlínis mótfallinn verkefninu þrátt fyrir að borgin hafi samþykkt samgöngusáttmálann sem kveður á um Sundabraut. Mikilvægt er að taka ákvörðun um legu brautarinnar sem fyrst enda löngu kominn tími til ákvarðana varðandi legu hennar svo framkvæmdir geti hafist okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Greinin birtist fyrst í Grafarvogsblaðinu 16. september 2020
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar