Framkvæmdir við nýjan Landspítala á góðu róli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2020 07:00 Maðurinn á myndinni gengur þar sem bílakjallari verður þegar húsið verður tilbúið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að uppbygging við Hringbraut gangi eins og í sögu. Uppsteypa á meðferðarkjarna Landspítalans hefst á næstu vikum og stendur nú yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í verkefnið. Myndatökumenn frá Landspítalanum fóru ofan í húsgrunninn á dögunum og tóku þar fjölda mynda sem sýna hve stór grunnurinn er. Grunnurinn nær bæði yfir mikið landsvæði og er nokkuð djúpur, en undir nýjum spítala verður tveggja hæða bílakjallari. Grunnurinn er gríðarstór.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Í dag eru að sögn Gunnars Svavarssonar, framkvæmdastjóra Nýs Landspítala, fjölmörg verkefni í gangi, eitt af því er uppbygging á meðferðarkjarnanum en nú stendur yfir yfirferð og samræming á þeim tilboðum sem bárust í uppsteypuna á honum. Boðið var út í verkefnið í lok ágústmánaðar og er framkvæmdin lykilframkvæmd í fyrirhuguðum nýbyggingaklasa spítalans við Hringbraut. Fimm til sex ár í framkvæmdalok Þá er jafnframt verið að ganga frá samningum varðandi yfirferð á séruppdráttum, verkeftirliti, um uppbyggingu á vinnubústaðasvæðinu og fleiru. Þá er að sama skapi verið að ljúka hönnun á meðferðarkjarnanum, verið að vinna að hönnun á rannsóknarhúsinu og stefnt er að því að jarðvinna á því hefjist á næsta ári. Þá stendur yfir forval vegna fyrirhugaðs alútboðs á bílastæða- og tæknihúsinu og stendur það yfir til 6. október. Grunnurinn að nýju húsi Landspítalans við Hringbraut.Landspítali/Þorkell Þorkelsson Stefnt er að því að allir þessir verkáfangar og gatnagerð ljúki árið 2025-2026. „Við erum að tala um fimm til sex ár í viðbót í framkvæmdatíma,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Búast megi við því að búið verði að steypa undirstöður hússins í vor en Gunnar segir taka nærri þrjú ár að steypa upp húsið. „Næsta vor verður búið að steypa upp undirstöður og kannski byrjað á kjallara tvö í húsinu en húsið er átta hæðir þannig að það er í raun óverulegur partur af húsinu sem verður kominn upp á næsta sumri.“ Meginleið borgarlínu liggur í gegn um svæðið Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala.Aðsend/Hringbrautarverkefnið Í dag er hægt að keyra inn á Landspítalasvæðið af Snorrabraut en það hafði ekki verið hægt frá því að framkvæmdirnar hófust. „Þegar svæðið verður fullbúið þá verður hægt að keyra í gegn um svæðið og borgarlínan eða almenningssamgöngur munu fara í gegn um svæðið þannig að þetta er hluti af meginleið borgarlínunnar frá Austurbæ og yfir að samgöngumiðstöðinni BSÍ,“ segir Gunnar. „Biðstöð borgarlínunnar verður við svokallað Sóleyjartorg sem er fyrir neðan gamla spítalann og þar undir, þar sem gaurinn er að labba á myndinni, hann er að labba inni í bílakjallaranum.“ Loftmyndir af grunninum sem teknar voru í lok ágústmánaðar.Aðsend/HringbrautarverkefniðTveggja hæða bílastæðakjallari verður neðanjarðar í nýjum Landspítala.Landspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell ÞorkelssonLandspítali/Þorkell Þorkelsson
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56 Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09 Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Verja tæpum milljarði í framkvæmdir við gerð hjólastíga Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur ákvarðað að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar bjóði út framkvæmdir við gerð hjólastíga á nokkrum stöðum í borginni. 15. júní 2020 23:56
Sprengivinnu vegna nýs Landspítala senn lokið Síðasta táknræna, stóra sprengingin vegna framkvæmda við byggingu meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut var gerð fyrr í dag. Til stendur að opna sjúkrahúsið árið 2026. 11. júní 2020 14:09
Fimm fyrirtæki vilja byggja nýjan Landspítala við Hringbraut Opnaðar hafa verið umsóknir hjá Ríkiskaupum í forvali vegna uppsteypu á nýjum meðferðarkjarna við Hringbraut sem er stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, eða um 70.000m². 16. desember 2019 16:12
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?