Gunnar Magnússon: Þurfum að púsla okkur saman upp á nýtt Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. september 2020 21:44 Gunnar Magnússon er orðinn þjálfari Aftureldingar. VÍSIR/DANÍEL „Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með að fá stigin, tvö. Þetta snýst bara um í byrjun að ná í stigin og það gerðum við í kvöld. Ég er virkilega ánægður með strákana að klára þetta og karakterinn, að koma hérna og ná í þessi tvö stig,“ sagði Gunnar Magnússon, nýr þjálfari Aftureldingar, eftir tveggja marka sigur á Þór Akureyri í Mosfellsbæ í kvöld, 24-22. Afturelding átti erfitt uppdráttar sóknarlega í fyrri hálfleik og náði til að mynda ekki að skora í u.þ.b. sjö mínútur. „Það er fyrst og fremst vegna þess að við erum búnir að vera að æfa allt sumarið, síðustu mánuði og alla æfingaleikina og allar æfingar með örvhenta skyttu sem dettur svo út,“ sagði Gunnar og vitnaði til meiðsla Birkis Benediktssonar. „Við fáum ekki einu sinni hálfa mínútu í að undirbúa okkur án hans þannig ég vissi að það yrðu einhverjir hnökrar í sókninni, að setja inn rétthentan mann, það breytir tempóinu og breytir ýmsu. Ég er hrikalega ánægður með Þorstein Leó, kemur sterkur inn hægra megin og kemur með góð mörk. En ég vissi að þetta yrði basl sóknarlega og við áttum von á því.“ Birkir meiddist í gær og verður því frá í langan tíma. „Hann er með slitna hásin og það er auðvitað sorglegt fyrir hann. Hann er búin æfa vel í sumar og loksins búin að ná alvöru undirbúningstímabili og var komin í frábært stand þannig þetta er fyrst og fremst mjög leiðinlegt og sorglegt hans vegna að detta út og verða úti í töluverðan tíma. Við þjöppum okkur saman og fáum þetta verkefni núna, að púsla okkur uppá nýtt og æfa okkur án hans. Við fáum viku til þess og komum vonandi aðeins betur slípaðir sóknarlega í næsta leik en hinsvegar var ég mjög ánægður með varnarleikinn í dag, hann var frábær, höndin komin upp nánast í hvert einasta skipti í seinni hálfleik. Ég er hrikalega ángæður með varnarleikinn,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 21:00