Navalní vaknaður úr dáinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 14:05 Alexei Navalní hefur verið harður gagnrýnandi stjórnvalda í Kreml. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum. AP/Pavel Golovkin Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní. Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní.
Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira