Navalní vaknaður úr dáinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 14:05 Alexei Navalní hefur verið harður gagnrýnandi stjórnvalda í Kreml. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum. AP/Pavel Golovkin Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní. Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní.
Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira