Navalní vaknaður úr dáinu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 14:05 Alexei Navalní hefur verið harður gagnrýnandi stjórnvalda í Kreml. Hann hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja og taka þátt í mótmælum. AP/Pavel Golovkin Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní. Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Læknar á sjúkrahúsi í Berlín segja að líðan Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hafi batnað þannig að óhætt hafi verið að vekja hann úr dái. Navalní bregðist við áreiti en of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins sem honum var byrlað. Navalní hefur verið haldið sofandi frá því að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Berlín 22. ágúst. Hann veiktist hastarlega um borð í flugvél frá Síberíu til Moskvu tveimur dögum áður. Strax kviknaði grunur um að eitrað hefði verið fyrir honum. Sá grunur var staðfestur í Þýskalandi og telja yfirvöld þar hafið yfir allan vafa að honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Í yfirlýsingu þýska sjúkrahússins segir að Navalní hafi verið vakinn úr dáinu og hann verðið vaninn af öndunarvél. Hann bregðist við þegar talað er við hann. Eiginkona hans hafi verið höfð með í ráðum þegar ákveðið var að upplýsa um líðan hans opinberlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því algerlega að eitrað hafi verið fyrir Navalní og krefjast þau frekar upplýsinga um rannsóknir sem hafa verið gerðar á honum í Þýskalandi. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta en margir mótherjar forsetans hafa látið lífið við grunsamlegar kringumstæður í gegnum tíðina. Novichok er sama eitrið og bresk stjórnvöld telja að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi byrlað Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Skrípal-feðginin lifðu tilræðið af en bresk kona lést þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem tilræðismennirnir skildu eftir. Þýska ríkisstjórnin hefur látið í það skína undanfarið að hún gæti hætt við Nord Stream 2, fyrirhugaða gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands sem á leggja undir Eystrasalt. Heiko Maas, utanríkisráðherra, sagði að örlög leiðslunnar gætu ráðist af viðbrögðum stjórnvalda í Kreml við tilræðinu gegn Navalní.
Þýskaland Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira