Gistinætur Íslendinga á Norður- og Austurlandi margfölduðust í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 11:49 Myndin er tekin á Seyðisfirði, vinsælum áfangastað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára. „Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni. Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra. „Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta. Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun. Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira