Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 12:48 Það er oft fámennt í miðborginni eftir miðnætti um helgar. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu. Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hefur verið fjallað um harkaleg hópslagsmál sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið. Talið er mögulegt að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða á milli hópanna og segir Ásgeir Þór í samtali við Vísi að svo virðist sem að hóparnir hafi verið búnir að ákveða að slást þar sem slagsmálin fóru fram. Því sé ekki hægt að tengja hópslagsmálin við einhvers konar ófremdarástand sem myndist í miðborginni um helgar eftir að skemmti- og veitingastaðir loka klukkan ellefu, og þeir sem þar hafa setið streyma út. Þvert á móti sé ástandið í miðborginni að kvöldi til um helgar með hinu bærilegasta móti fyrir lögreglumenn. „Ég er búinn að fá hverja myndina á fætur hver annari eftir þessi föstudags- og laugardagskvöld þar sem að lögreglumenn eru einir í miðbænum um tólf-leytið,“ segir Ásgeir Þór. Máli sínu til stuðnings vísar hann í tölfræði sem lögreglan hefur tekið saman um fjölda brota í miðborginni frá miðnætti til klukkan sex á morgna á virkum dögum og um helgar það sem af er ári, samanborið við sama tímabil árin 2017 til 2019. Líkt og sjá má hefur brotum um helgar fækkað mjög, en hafa þarf í huga að skemmti- og veitingastaðir hafa ýmist verið lokaðir eða verið með skertan opnunartíma á talsverðum hluta þess árs vegna kórónuveirufaraldursins. Aðspurður um hverjar hann telji ástæður þess að bærinn tæmist svo fljótt telur Ásgeir mögulegt að auðveldara sé fyrir þá sem skelli sér í bæinn á kvöldin að komast heim klukkan ellefu, en um miðja nótt í venjulegu árferði. „Kannski er þetta fýsilegur kostur að einhverjir fara að djamma eftir vinnu og svo hringja þeir í krakkann eða maka og viðkomandi kemur og sækir þá bara. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Þarna eru almenningssamgöngurnar líka í fullum gangi. Bærinn tæmist bara yfirleitt fljótt. Ég tala nú ekki um þegar við erum að fara inn í haustið og veturinn þegar fer að kólna þá á hann eftir að tæmast enn þá hraðar. Við erum búin að fara í gegnum sumarið og samt hefur þetta verið svona,“ segir Ásgeir Þór. Samfélagið þurfi að spyrja sig hvernig menningin eigi að vera Telur Ásgeir Þór að það verði fróðlegt að gera upp afbrotatölfræði fyrir þetta tímabil þegar faraldurinn verði yfirstaðinn. „Það er kannski eitthvað sem við sem samfélag þurfum aðeins að velta fyrir okkur. Þegar það verður gert upp, hvaða brotum fjölgar, hvaða brotum fækkar og hvernig er menningin? Er þetta betra fyrir okkur sem heild eða er þetta verra? Breytingar í þessum efnum séu hins vegar ekki eitthvað sem lögreglan eigi að ákveða, og ekki heldur eigendur skemmti- og veitingastaða. Samfélagið þurfi að spyrja sig þeirrar spurningar hvernig það vilji að menningin á næturlífinu sé. „Hvernig viljum við hafa miðbæinn? Viljum við hafa þarna standandi partý, líkamsárásir og nauðganir inn á börum eða viljum við sleppa því?“ Hér að neðan má sjá innslag kvöldfrétta Stöðvar 2 um hópslagsmálin. Myndefnið af slagsmálunum er fengið frá Fréttablaðinu.
Lögreglumál Lögreglan Næturlíf Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05 Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38 Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Ekki hægt að sitja og sötra bjór þegar verið er að sparka í höfuðið á liggjandi manni Sigrún Helga Lund hljóp á milli óðra slagsmálahunda á Laugavegi og skakkaði leikinn á laugardagskvöld. 31. ágúst 2020 16:05
Fjórir handteknir og þrír á slysadeild eftir hópslagsmál í miðbænum Fjórir eru í haldi lögreglu eftir hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir slagsmálin. 30. ágúst 2020 13:38
Hópslagsmálin í miðbænum mögulega uppgjör Hugsanlegt er að hópslagsmálin sem urðu milli tveggja hópa í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið sé uppgjör. 31. ágúst 2020 13:55