Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 18:55 Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon. Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon.
Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13