Flugsamgöngur kerfislega mikilvægar en ekki Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2020 18:55 Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon. Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Forstjóri flugfélagsins Play segir flugsamgöngur við landið þjóðhagslega mikilvægar en þær þurfi ekki að að vera í höndum Icelandair. Ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé of áhættusöm og skekki samkeppni á markaði. Ellefu umsagnir hafa borist fjárlaganefnd begna frumvarps fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánum til Icelandair. Þeirra á meðal frá samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónnustunnar sem hafa bætt inn fyrirvara um að Alþingi skoði að ábyrgð ríkisins nái aðeins til lána til flugfélagsins Icelandair en ekki móðurfélagsins. Fjölmargir umsagnaraðilar taka undir þetta sjónarmið. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morgundagsins vegna þess að þingnefndir, sérstaklega velferðarnefnd og fjárlaganefnd, þurfa lengri tíma til að fara yfir þau stóru mál sem stefnt er á að afgreiða á þingstubbi fyrir lok þessarrar viku. Stærsta málið er ríkisábyrgð á lánalínur upp á fimmtán milljarða króna til Icelandair. Arnar Már Magnússon forstjóri flugfélagsins Playsegir félagið leggjast alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair í sinni umsögn. Áhættan sé of mikil jafnvel með tilliti til rekstrar félagsins fyrir kórónufaraldurinn. Play hefur þegat tryggt sér sex nýjar Airbus flugvélar sem bíða þess að fara í loftið en kórónufaraldurinn hefur tafið áætlanir félagsins sem að óbreyttu hefur starfsemi snemma í vetur.Vísir/Vilhelm „Það er í rauninni okkar sýn að þessi markaður eigi að vera án ríkisíhlutunar. Það eru flugfélög sem sjá um að tryggja samgöngur til og frá landinu nú þegar,“ segir Arnar Már. Stjórnmálamenn, forystufólk í ríkisstjórn og fleiri hafa ítrekað undirstrikað þjóðhagslegt mikilvægi Icellandair og leiðakerfis fyrirtækisins með Keflavík sem miðstöð tengiflugs milli norður Ameríku og Evrópu. „Það er svo sannarlega kerfislega mikilvægt að hafa samgöngur til og frá landinu. En hvort það sé eitt félag sem sé það kerfislega mikilvægt í stöðunni sem nú er uppi, hvort að sé forsvaranlegt,“ segir Arnar Már. Play sé tilbúið með nýjar og fullkomnar Airbus flugvélar til að hefja flug til norður Ameríku og Evrópu sem hafi dregist vegna kórónufaraldursins. En flug muni hefjast fyrir áramót og fyrr ef allt færi á versta veg hjá Icelandair. Með hvað stuttum fyrirvara gætuð þið farið á loft með ykkar flota? „Mjög stuttum. Gríðarlega stuttum. Og það er okkar áætlun og er í okkar áætlunum að vera þessi „hub operator" og tengja Ísland bæði við norður Ameríku og Evrópu og norður Ameríku við Evrópu með viðkomu á Íslandi,“ segir Arnar Már Magnússon.
Play Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13