„Smá“virkjanir, möguleg lýðheilsuógn! Pétur Heimisson skrifar 29. ágúst 2020 08:00 Heilsa einstaklinga og samfélaga þ.e. lýðheilsa eru margslungin fyrirbæri og háð mörgu. Heilbrigðisþjónusta er talin eiga að hámarki 20% lýðheilsunnar en 80% hennar má rekja til annars. Meðfylgjandi mynd sýnir það sem kallast áhrifaþættir heilsu. Þar eru margir þættir sem pólitískar ákvarðanir sveitarstjórnarfólks hafa mikil áhrif á, til góðs eða ills, fyrir heilsu og lýðheilsu. Í þessum pistli vil ég beina sjónum að stóru grænu umgjörðinni yst á myndinni og tengja það við eitt þeirra stóru viðfangsefna sem sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þarf að takast á við. Þarna eru á ferðinni risastórir áhrifaþættir s.s. náttúran sjálf og líka margt það sem telst til mannréttinda. Þetta hrópar á að staldra við og virða biðskyldu- og stöðvunarmerki sem alls staðar eru á lofti, nefnilega umhverfisáhrif, sem óheft neysla síðustu áratuga er talin valda með mengun af öllu tagi. Nær allt vísindasamfélagið skýrir hlýnun jarðar og meðfylgjandi ótrúlega bráðnun jökla með einmitt þessari mengun af mannavöldum. Til þessa verðum við að taka tillit og um það er sterkt ákall margra og ekki síst ungs fólks um allan heim. Þetta eru þau sem við gjarnan köllum fólkið sem erfir landið og ef við meinum það raunverulega þá hljótum við að hlusta og taka tillit til þess. Í málflutningi þeirra sem viljugastir eru til að virkja fallvötn í útjöðrum okkar nýja sveitarfélags, hefur mátt skilja það svo að komandi kynslóðir geti ákveðið að snúa áhrifum slíkra framkvæmda til baka, tekið niður mannvirki og með því endurlífgað t.d. fossaraðir fallvatna. Skoðum slíkan málflutning í ljósi þess að ekki hefur verið sýnt fram á þörf fyrir meiri raforku innanlands, nokkuð sem m.a. hefur komið fram í máli forstjóra Landsvirkjunar. Við þær aðstæður er hagsmunum komandi kynslóða og mannréttindum þeirra, augljóslega betur borgið með því að virkja EKKI núna. Leggjum það í hendur þeirra sem á eftir okkur koma að ákveða hvort virkja þurfi síðar. Umfang og stærð græna kragans undirstrikar þann stóra þátt sem náttúra og mannréttindi eru talin eiga í tilurð heilbrigðis. Ósnortin verður náttúran æ sjaldgæfari og slíka skika hennar ber okkur að varðveita sé þess nokkur kostur og láta hana njóta vafans. Þannig tryggjum við okkur og næstu kynslóðum auð til að njóta með öllum skilningarvitum, enda er náttúran manninum athvarf og uppspretta bæði heilsu og hugarrór. Það að hægt sé að virkja fallvatn réttlætir ekki að gera það nema brýna nauðsyn beri til. Engu slíku er sem stendur til að dreifa þegar Geitdalsvirkjun er annars vegar og ekki heldur hvað varðar þær virkjanir aðrar sem hugmyndir og mislangt komin áform eru um á Austurlandi. Þessar virkjanir eru oft nefndar smávirkjanir með vísan í hvað þær framleiða af raforku. Forskeytið „smá“ segir hins vegar ekkert um það rask á náttúru sem af þeim getur holtist og er því vægast sagt villandi. Hér má fjárhagslegur ávinningur örfárra ekki vega þyngra en réttur móður náttúru sjálfrar til áframhaldandi ósnortinnar tilvistar, sem aftur er samofin heilsu og velferð okkar allra. Með þátttöku í sveitarstjórnarpólitík vil ég ekki síst leggja áherslu á heilsu og heilsueflningu við alla ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Ég er sannfærður um að það varði heilsu og velferð komandi kynslóða að varðveita ósnortin víðerni eins og frekast er unnt og að tala þurfi um náttúruréttindi líkt og mannréttindi. Sveitarstjórnarfólk í nýju sveitarfélagi á Austurlandi þarf að mínu mati að líta á það sem eitt sinna hlutverka að gæta ósnortinnar náttúru í og aðlægt sveitarfélaginu. Ný sveitarstjórn þarf að verjast þeirri atlögu sem hafin er á ósnortin víðerni svokallaðs Hraunasvæðis og nærliggjandi vatnasvæða þess. Við sem myndum framboð VG höfum þar skýra stefnu og munum gera okkar til að koma í veg fyrir þau virkjanaáform sem ýmsir vilja nú ráðast í þar. Ég hvet þig kjósandi góður til að kynna þér málið og sértu sama sinnis þá kjóstu VG. Höfundur er heimilislæknir og skipar 7. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Orkumál Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Djúpivogur Pétur Heimisson Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Heilsa einstaklinga og samfélaga þ.e. lýðheilsa eru margslungin fyrirbæri og háð mörgu. Heilbrigðisþjónusta er talin eiga að hámarki 20% lýðheilsunnar en 80% hennar má rekja til annars. Meðfylgjandi mynd sýnir það sem kallast áhrifaþættir heilsu. Þar eru margir þættir sem pólitískar ákvarðanir sveitarstjórnarfólks hafa mikil áhrif á, til góðs eða ills, fyrir heilsu og lýðheilsu. Í þessum pistli vil ég beina sjónum að stóru grænu umgjörðinni yst á myndinni og tengja það við eitt þeirra stóru viðfangsefna sem sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi þarf að takast á við. Þarna eru á ferðinni risastórir áhrifaþættir s.s. náttúran sjálf og líka margt það sem telst til mannréttinda. Þetta hrópar á að staldra við og virða biðskyldu- og stöðvunarmerki sem alls staðar eru á lofti, nefnilega umhverfisáhrif, sem óheft neysla síðustu áratuga er talin valda með mengun af öllu tagi. Nær allt vísindasamfélagið skýrir hlýnun jarðar og meðfylgjandi ótrúlega bráðnun jökla með einmitt þessari mengun af mannavöldum. Til þessa verðum við að taka tillit og um það er sterkt ákall margra og ekki síst ungs fólks um allan heim. Þetta eru þau sem við gjarnan köllum fólkið sem erfir landið og ef við meinum það raunverulega þá hljótum við að hlusta og taka tillit til þess. Í málflutningi þeirra sem viljugastir eru til að virkja fallvötn í útjöðrum okkar nýja sveitarfélags, hefur mátt skilja það svo að komandi kynslóðir geti ákveðið að snúa áhrifum slíkra framkvæmda til baka, tekið niður mannvirki og með því endurlífgað t.d. fossaraðir fallvatna. Skoðum slíkan málflutning í ljósi þess að ekki hefur verið sýnt fram á þörf fyrir meiri raforku innanlands, nokkuð sem m.a. hefur komið fram í máli forstjóra Landsvirkjunar. Við þær aðstæður er hagsmunum komandi kynslóða og mannréttindum þeirra, augljóslega betur borgið með því að virkja EKKI núna. Leggjum það í hendur þeirra sem á eftir okkur koma að ákveða hvort virkja þurfi síðar. Umfang og stærð græna kragans undirstrikar þann stóra þátt sem náttúra og mannréttindi eru talin eiga í tilurð heilbrigðis. Ósnortin verður náttúran æ sjaldgæfari og slíka skika hennar ber okkur að varðveita sé þess nokkur kostur og láta hana njóta vafans. Þannig tryggjum við okkur og næstu kynslóðum auð til að njóta með öllum skilningarvitum, enda er náttúran manninum athvarf og uppspretta bæði heilsu og hugarrór. Það að hægt sé að virkja fallvatn réttlætir ekki að gera það nema brýna nauðsyn beri til. Engu slíku er sem stendur til að dreifa þegar Geitdalsvirkjun er annars vegar og ekki heldur hvað varðar þær virkjanir aðrar sem hugmyndir og mislangt komin áform eru um á Austurlandi. Þessar virkjanir eru oft nefndar smávirkjanir með vísan í hvað þær framleiða af raforku. Forskeytið „smá“ segir hins vegar ekkert um það rask á náttúru sem af þeim getur holtist og er því vægast sagt villandi. Hér má fjárhagslegur ávinningur örfárra ekki vega þyngra en réttur móður náttúru sjálfrar til áframhaldandi ósnortinnar tilvistar, sem aftur er samofin heilsu og velferð okkar allra. Með þátttöku í sveitarstjórnarpólitík vil ég ekki síst leggja áherslu á heilsu og heilsueflningu við alla ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Ég er sannfærður um að það varði heilsu og velferð komandi kynslóða að varðveita ósnortin víðerni eins og frekast er unnt og að tala þurfi um náttúruréttindi líkt og mannréttindi. Sveitarstjórnarfólk í nýju sveitarfélagi á Austurlandi þarf að mínu mati að líta á það sem eitt sinna hlutverka að gæta ósnortinnar náttúru í og aðlægt sveitarfélaginu. Ný sveitarstjórn þarf að verjast þeirri atlögu sem hafin er á ósnortin víðerni svokallaðs Hraunasvæðis og nærliggjandi vatnasvæða þess. Við sem myndum framboð VG höfum þar skýra stefnu og munum gera okkar til að koma í veg fyrir þau virkjanaáform sem ýmsir vilja nú ráðast í þar. Ég hvet þig kjósandi góður til að kynna þér málið og sértu sama sinnis þá kjóstu VG. Höfundur er heimilislæknir og skipar 7. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar