Eykt með lægsta tilboð í uppsteypu nýs þjóðarsjúkrahúss Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 13:54 Stefnt er að því að uppsteypun hefjist í nóvember. Aðsend Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi. Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboðið í uppsteypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, en verkið var boðið út fyrr á þessu ári. Alls höfðu fimm fyrirtæki verið metin hæf til að bjóða í framkvæmdina en fjögur tilboð bárust. Stefnt er að því að spítalinn verði tekinn í notkun árið 2026. Fyrirtækin sem höfðu verið metin hæf voru Eykt, Íslenskir aðalverktakar, Ístak, Rizzandi De Eccher/Þingvangur og ÞG verktakar. ÞG verktakar skiluðu ekki inn tilboði. Kostnaðaráætlun verksins var metin rúmlega 10,5 milljarðar en lægsta tilboðið hljóðaði upp á 8.687.513.317 krónur, sem nemur um 82,67 prósentum af áætluðum kostnaði. Næst lægsta tilboðið kom frá Rizzani De Eccher/Þingvangi og hljóðaði það upp á 8,7 milljarða. Eitt tilboð var yfir kostnaðaráætlun frá Íslenskum aðalverktökum. Tilboð bárust frá eftirtöldum fyrirtækjum: Eykt 8.687.513.317 kr. (82,67%) Íslenskir aðalverktakar 12.391.331.160 kr. (117,92%) Ístak 10.372.866.483 kr. (98,71%) Rizzani De Eccher S.P.A. og Þingvangur. 8.728.083.840 kr. (83,06%) Áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Aðsend 70 þúsund fermetrar Stefnt er að því að uppsteypun hefjist á þessu ári en haft er eftir Gunnari Svavarssyni framkvæmdastjóra NLSH ofh. í tilkynningu að þetta sé stærsti áfangi verkefnisins til þessa. Jarðvegsframkvæmdir hafi gengið vel en nú hefjist nýr kafli. „Áætlanir okkar eru þær að uppsteypan geti hafist þegar í nóvember þegar búið verður að ganga frá samningum um framkvæmdina. Framkvæmdatími verksins er um þrjú ár. Þessu verki hefur fylgt jákvæður hugur og við vonumst eftir þvi að þessi stóra framkvæmd muni ganga vel og stefnt er að að nýr spítali verði tekinn í notkun 2026,“ segir Gunnar, en áætlað er að húsið verði um 70 þúsund fermetrar. Meðferðarkjarninn mun vera stærsta byggingin í Hringbrautarverkefninu, en þar mun þungamiðja starfsemi Landspítalans verða. Kröfurnar sem gerðar hafa verið um aðbúnað í meðferðarkjarnanum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í nýjum háskólasjúkrahúsum í nágrannalöndum okkar. Starfsmenn Landspítalans koma að hönnunarferli hússins en aðalhönnuðir eru Corpus hópurinn. Tvö opin útboð eru nú í auglýsingu hjá Ríkiskaupum og eru bæði vegna vinnubúðasvæðisins. Annað snýst um jarðvinnu og veitnagerð á svæðinu og hitt um vinnubúðirnar sjálfar og kaup á gámum. Tilboðsfrestur er til 3. september næstkomandi.
Skipulag Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira