Rangfærslur Fréttastofu ríkisins Svanur Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Komin eru fram gögn sem sýna greiningu á sölu á óunnum karfa sem fluttur var til Þýskalands á árunum 2008 og 2009. Gögnin eru unnin af Verðlagsstofu skiptaverðs úr tölum frá Fiskistofu. Þar kemur fram skiptaverð með einfaldri nálgun Verðlagsstofu á kostnað við flutning og sölu. Þessi gögn hafa verið grunnur að miklum fréttum um svindl og svik við sjómenn Samherja ásamt öðrum ásökunum sem fabúlerað var um í fréttunum. Í fréttum byggðum á þessum gögnum er staðhæft að Samherji greiði 230 krónur fyrir kílóið af karfa á meðan aðrir gera upp við sjómenn með viðmiðunarverð 320 krónur fyrir kíló af karfa. Vinnslustöðin hefur sömuleiðis fengið á sig umfjöllun vegna þessa en ekki rannsóknir eins og Samherji hefur mátt þola. Ef við skoðum það sem stendur í samantektinni og haldið er fram í fréttum Fréttastofu ríkisins þá blasir við að enginn er að fá 320 krónur fyrir karfann. Það verð er ekki til og allar verðtölur eru lægri en þessar 320 krónur. Hæsta einingarverðið er frá Vinnslustöðinni, af 106 tonnum af karfa, sem náði 290,45 kr/kg. Nafn og bátur er þar yfirstrikað en framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur upplýst að þarna er um að ræða sölur sem þeir eiga. Í öðru lagi þá eru ekki allir þeir bátar sem nefndir eru í samantektinni í eigu Samherja. Bjartur, Ljósafell og Múlaberg eru í eigu annarra félaga, félög með framkvæmdastjóra sem ákveða að selja aflann til Samherja á því verði sem þeir telja best á hverjumtíma og með töluvert meira magn en af skipum Samherja. Í þriðja lagi þá segir niðurlag samantektarinnar allt sem segja þarf. „Þau verð [sic!]sem Samherji greiðir]] eru þó langt yfir þeim verðum [sic!] sem fengust fyrir karfann í beinni sölu innanlands“. Þessu var viljandi sleppt í umfjöllun Fréttastofu ríkisins og gefur tilefni til að ætla að ásetningurinn hafi verið að búa til frétt en ekki að flytja frétt. Það er fleira hægt að setja útá þessa samantekt eins og að nota meðalgengi evru yfir árið til samanburðar á einstökum sölum og að taka frá flatan 15% kostnað en ekki raunverulega kostnað af sölu á markaði. Mikil sveifla var á gengi evru árið 2008 en hún fór hæst uppí 187 kr. en lægst í 91 kr. og því er vonlaust að bera saman einstakar sölur og nota til þess meðalgengi ársins. Það væri svipað og að Landmælingar myndu nota meðaltöl á fjallgarða við sína vinnu. Það væri vel ef Fréttastofan myndi flytja fréttir af því sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi síðustu misserin og um þann stórhug sem er þar að finna. Hátæknivinnslur með gervigreind hafa verið reistar í Vestmannaeyjum, Grindavík, á Dalvík og í Grundarfirði. Að auki hefur verið fjárfest verið í nýjum bátum sem eyða minni olíu og eru miklu öruggari fyrir sjómenn en nokkru sinni áður. Framleiðni er að stóraukast í við vinnslu sjávarfangs, þrátt fyrir að framleiðni á hvert starf hafi verið mest allra atvinnugreina. Það er því óskiljanlegt að verið sé að saka menn í sjávarútvegi um svindl og svínarí þegar, þvert á móti, þeir eru að bæta samfélag okkar hér á landi, öllum til hagsbóta. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar