Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 12:17 Björn Rúnar Lúðvíksson ræddi stöðu mála í hljóðveri Bylgjunnar á Suðurlandsbraut í morgun. Vísir/Gulli Helga Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. Erlent lyfjafyrirtæki segist ætla að vera tilbúið með tvo milljarða bóluefnaskammta um áramótin. 400 milljón skammtar fari til Evrópu og brot af því til Íslands. Þetta kom fram í máli Björns Rúnars Lúðvíkssonar, yfirlæknis ónæmisfræðideildar á Landspítalanum og prófessor í ónæmisfæðum við læknadeild HÍ, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segist eins og aðrir fylgjast spenntur með gangi mála í þróun bóluefnis og sé vongóður. „Það er ótrúlegt að við séum að ræða um bóluefni og bóluefni sem eru á lokastigum klínískra rannsókna. Það eru bara átta mánuðir síðan við uppgötvuðum að það var lítil veira af kórónutýpu tvö sem að olli sjúkdóminum. Það er ótrúlegur sigur fyrir læknavísindin og vísindi almennt að við skulum vera þarna,“ segir Björn Rúnar. Samkeppnisaðilar sameinast Í hans huga sé alveg ljóst hverju árangurinn sé að þakka. „Það grundvallast af því að aldrei fyrr hafa menn snúið jafnvel bökum saman í því að sigrast á þessum vágesti og óvini, og deilt upplýsingum, því það hefur ekki gerst oft áður. Að stórir og flottir vísindahópir, fyrirtæki og stofnanir út um allan heim deili upplýsingum. Það er grimm samkeppni í þessu eins og mörgu öðru í samfélaginu og lífinu. En þarna eru menn einhuga um það að sameinast og það er held ég lykillinn að þessum ótrúlega árangri.“ Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Sænsk-breska lyfjafyrirtækið Astra Zeneca er langt komið með sitt bóluefni. Niðurstöður úr fyrstu tveimur fösum af þremur lágu fyrir í lok júlí og lofa góðu að sögn Björns Rúnars. Tíu þúsund manns þegar bólusett „Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem voru bólusettir bara einu sinni að þeir fóru að framleiða það sem við köllum verndandi mótefni, hlutleysandi mótefni. Þeir núlluðu veiruna út að er virtist. Það kom sterkt svar í öðrum baráttujöxlum í ónæmiskerfinu sem eru miklir drápsgetuaðilar, heita T-frumur, og þær virtust líka vera komnar með virkni.“ Þetta segi okkur hins vegar ekki hvort lyfið verndi okkur raunverulega gegn sýkingunni. Björn Rúnar er yfirmaður ónæmisdeildar á LandspítalanumVísir/Vilhelm Sex bóluefni séu á lokastigum klínískra rannsókna. Um tíu þúsund manns í Suður-Ameríku og Bretlandi hafi verið bólusett. Nú verði að bíða og sjá. Fólkið sé úti í samfélaginu og svo verði viðbrögð þess borin saman við aðra. Til viðbótar séu um þrjátíu bóluefni skemmra á veg komin í fasarannsóknum. Almennt sé bjartsýni í vísindasamfélaginu mikil en um leið hvatt til varkárni. Tryggja þurfi í fyrsta lagi að lyfið sé öruggt. Í öðru lagi hvort lyfið minnki líkur á sýkingu og þá hvort fólk verði minna veikt hafi það verið bólusett. Eins og fólk þekki í tilfelli inflúensunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Bítið Bólusetningar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira